Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, febrúar 25, 2010

Morgunstemmninginn innan úr snjóskaflinum sem húsið okkar er var óborganleg þennan morgunn. Eftir að dúðaður Óliver hafði verið sendur í skólann plantaði ég mér fyrir framan sjónvarpið og horfið á kvennakeppni í bob-sleðum án hljóðs, hlustaði á Pavlov's dog af vínil, og var með Kim: Sá hlær bezt sem síðast hlær við höndina ef dauður tími kom, ásamt því að dreypa á rótsterku svörtu kaffi. Snjókoma úti og snjókoma í sjónvarpinu. Eftir gönguferð í banka og bókasafn, þar sem við björguðum einum bíl úr skafli, erum við hætt við að keyra í bæ og til baka í dag. Verðum bara að læra eitthvað hér, og vona það besta á morgun.

Engin ummæli: