Leita í þessu bloggi
sunnudagur, mars 21, 2010
Ef ég gæti stundum fengið fleirri stundir í sólarhringinn myndi ég taka þær. Það væri svo flott ef maður gæti haft sólarhringinn í 20 stundir í janúar og febrúar en þar á milli væri hægt að eiga banka með aukastundum og nota að vild. Ég hefði líklega notað eina eða tvær í gær. En allt gekk þó upp. Ég vaknaði eftir hádegi í Reykjavík og fékk megagott kaffi og speltbrauð með túnfisksalati með alexöndru, elvari, steinunni og berglindi. Gott að eiga góða vini. Síðan skelltum við okkur í kef og fórum í sund og gufu áður en við náðum í óliver í afmæli og var boðið í smá kaffi þar. Síðan fórum við loks heim en ég átti að vera mætt fyrir átta á tónleika með Breiðbandinu, sem er alveg ótrúlega fyndin og skemmtileg upplifun. Ég hef aldrei séð þá spila áður, bara heyrt diskana. Virkilega hressandi og hláturhvetjandi lífsreynsla. Heim að horfa á rest af Bondmynd með sætu strákunum í fjölskyldunni og svo horfa á gettu betur sem ég get ekki misst af. Var sko orðin svo þreytt áður en ég horfði á g.b. en var bara svo hrædd um að einhver myndi óvart segja mér hvernig hefði farið, og þá er spennan búin. Og svo bara byrjar að gjósa!!!! Ég er á leið í vinnu í Víkingaheimum milli 2 og 6 í dag, en svo bara hefst næsta vinnuvika með nýjum áherslum. Tek rútu í bæinn, les á Mokka til hádegis, svo borða ég eitthvað, svo fer ég upp í skóla og pikka inn nótur úr því sem ég las fyrir hádegi. Vona að þetta plan skili eins og einni rannsóknarritgerð á markvissan hátt. En þar til á morgun, ta-da.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli