Leita í þessu bloggi

föstudagur, mars 19, 2010

jæja, föstudagur og hljómsveitin Urfaust frá Hollandi er að spila á Sódómu Reykjavík í kvöld. Siggi Pönk er að flytja þá inn, og svei mér ef þeir hljóma ekki bara pínulítið eins og HAM á köflum. Svo er þetta líka ótrúlega experimental og skrýtið og goth og alls kyns. Það er búið að vera gaman í vikunni, búin að sjá 41 band á fjórum dögum í Músiktilraunum. Það er ógeðslega gaman að sjá svona margar hljómsveitir, og vita hvað er í gangi í grasrót íslenskrar tónlistar eins og hún er akkúrat í dag. Nú má ég ekkert segja meira um gæði eða einstakar hljómsveitir, en bara hvet áhugafólk um ísl. tónlist að mæta á úrslit Músiktilrauna 2010 laugardaginn 27.mars, í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið, í Tryggvagötu. Það er nú meira hvað manni finnst þetta alltaf skemmtilegt. En Urfaust í kvöld. Og það er geeeeeeeeeegggggjað.

Engin ummæli: