Leita í þessu bloggi

laugardagur, mars 27, 2010

Ég vaknaði fyrir hádegi, útsofin. Er búin að fá mér morgunmat sveppanna (breakfast of champignons) sem að þessu sinni var geimverusafi, spírubrauð með tahini og rauðri papriku og harðfiskur með annars vegar smjöri og hins vegar hummus. Allt stórkostlegt. vann eitt stutt verkefni og vistaði út á usb-lykil. tók úr þurrkara, setti í þurrkara, er á leið að setja í þvottavél, ná í nokkra ávexti út í búð fyrir ofursprengju c-vítamíndrykk, og ég þarf að koma við og prenta hjá paogma líka. geri svo ráð fyrir að búa til ofursprengju c-vítamíndrykk:

Fyrir 2

* 3 kiwi, afhýdd
* 2 lúkur græn vínber
* 1 epli
* Safi úr einni límónu

fengið af cafesigrun.com, fullt í viðbót þar.
Ég ætla líka að brjóta saman og ganga frá fötum, og ef ég verð hress, fara í gufubað til að ná úr mér kvefi. Svo eru það músiktilraunir frá ca. 5 til seint. get ekki beðið, hreinlega elska að fá að vera hluti af músiktilraunum. eftir það....baraveitiggi. kannski bara heim...vinna í víkingaheimum á morgun. verð að læra einhvern tíman. gengur brösuglega að finna tíma til þess.

Engin ummæli: