Leita í þessu bloggi

föstudagur, mars 26, 2010

Nú jæja, þá er ég búin að fara út. Keyrði í búð og keypti alls kyns dótarí í ísskáp og aðra skápa eldhússins. Leið strax betur. Var reyndar ekki að fíla allt ljósið úti, eða það er að segja augun fíluðu ljósið ekkert svo vel. Verð hugsanlega að taka því rólega það sem eftir lifir dags, sem sagt ekkert "hjóla í sund og gufu til að hressa mig við" að fara að gerast, sem var það sem ég var búin að selja mér. Nei, inni skal það vera, og ég er búin með Lásasmið Elísabetar Jökulsdóttur og hví þá ekki að reyna að lesa smá heimspeki, áður en ég fæ hausverk og þá get ég skipt yfir í Reyndu aftur sem ég á eftir að lesa, en er með í láni frá föður mínum. Já, þetta er svona blogg með setningum sem taka engan endi og fara úr einu í annað. Þannig bloggum sérhæfi ég mig í. Elvar bakar lummur úr hrísgrjónagraut gærdagsins.

Engin ummæli: