Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, mars 16, 2010
Hvernig á ég að túlka það að alltaf þegar ég fæ að sofa nóg, þeas meira en 6 tíma, og ég fer að dreyma alls kyns vitleysu (sem ég elska) þá enda draumar mínir lang-oftast í Berlín? Ég í Berlín að labba, að taka lest, á leið í garðinn, að hjóla og koma við á markaði og kaupa ávexti, jafnvel bara sitjandi úti á götuhorni og horfa á fólkið? Stundum einhver súrrealismi sem ég skil ekki, eins og þegar um daginn mig dreymdi að ég var á lestarstöð, og sá allt í einu allar hurðirnar opnast og risahóp af eldri borgurum hlaupa inn með mótmælaskilti og byrja einhver mótmæli. Það var þá mótmælavika eða eitthvað álíka þýskt, og þennan dag áttu ellilífeyrisþegar. Mótmæltu því lágum ellilífeyri, en voru aðallega bara í stuði. Í nótt (morgun) dreymdi mig eitthvað um glugga sem ég var að skríða upp í og sitja á gluggakistunni utan á húsi. Sat og virti fyrir mér lífið, hæstánægð með að vera í Berlín. Svo dreymdi mig reydar líka eitthvað um frosna vök og mig sem var búin að læra að gera einhverjar kúnstir á sérstöku skautabretti fyrir frosnar vakir. Brettið var kringlótt með prjón niður úr miðjunni eins og skopparakringla og maður stóð með fætur saman og alveg stífar og gerði listir. Ég var góð í þessu, og að reyna að kenna einhverjum. Svo fékk ég leið og þá bara púff. Komin til Berlínar að tjilla. Hausinn minn bara fer til Berlínar að tjilla á nóttunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli