Leita í þessu bloggi
mánudagur, mars 15, 2010
Ég var svo rotuð þegar ég loks sofnaði seint í gær eftir vinnu á laugardag, keyra í bæ í 2 afmæli og gista, og keyra til baka og vinna á sunnudag, að ég svaf í einum rykk til korter yfir tíu. það var líka safnahelgi á suðurnesjum og alveg mörghundruð manns sem komu. ég var alveg ringluð þegar klukkan hringdi áðan og spurði hvaða dagur væri, og svo hvort óliver væri farinn í skólann. ég semsagt rumskaði ekki einu sinni þegar elvar fór á fætur í morgun og kom óliver í skólann. þetta kallast að vera búin á því. í dag er svo annar stór dagur: sándtékk í hádeginu á rósenberg, fyrir lokaverkefni alexöndru í söngkúrsinum sínum í kvikmyndaskólanum. fundur í dómnefnd músó uppúr fimm, músó byrja sjö, og þegar þeim líkur hleyp ég beint úr óperunni yfir á rósenberg og spila með alex, elvari og sverri. þá komumst við heim, og ætla að fara að sofa við fyrsta tækifæri alveg þegar heim er komið. músó er svo öll kvöld þessarar viku, en ég spila ekkert annað kvöld sjálf, svo það er ekkert mál. það er svo gott að sofa þegar maður er þreyttur. mmmm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli