Leita í þessu bloggi
sunnudagur, mars 14, 2010
Obbossí. Svona detta dagar út í bloggi, þegar í mörg horn er að líta. Dagurinn í gær er einmitt gott dæmi um dag þar sem ég ætlaði að blogga en bara svo kláraðist dagurinn í endalaus skemmtileg verkefni og glaum. Ég byrjaði á því að vinna í Víkingaheimum frá klukkan 10 til ca. 16.30 og keyrði svo til Rey og fór í ammæli til Palla. Þaðan kíkti ég í kaffiboð og kortaskoðun til Gunna, og fór svo beint í annað ammæli, í þetta skipti til Steinunnar. Þar var nú gaman að sitja og spjalla fram á rauða nótt og fór ég í bælið um 3-leytið. Þá var ég líka orðin heldur mikið þreytt, en svaf afskaplega vel í Funa-hennar-Beggu-rúmi. Í morgun hef ég farið í Bernhöfsbakarí og keypt appelsínusafa, túnfisksalat og Speltbrauð og borðað smá af því. Varð kaffiþyrst eftir Reykjanesbrautina og var þá ekki bara Kaffitár lokað. Fékk þó kaffi á Fitjagrilli en langaði þá allt í einu í krossant án fyllingar. Það var ekki til í tveimur bakaríum sem ég renndi í, (fitjar og ytri-njarðvík). Í öðru, ekkert krossant, í hinu bara krossant með súkkulaði.....Hvað er málið með Suðurnes og ekkert Croissant nature? Eða Croissant au beurre kannski, smjörkrossant eins og frakkar segja? Gott að vakna í Reykjavík. Hugur minn er eitthvað svo ófjötraður þar, að ég vaknaði betur og hraðar, eftir þó aðeins 6 og hálfan tíma af svefni var ég endurnærð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli