Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, apríl 28, 2010
mánudagur, apríl 26, 2010
Ég dró rún í víkingaheimum í gær, það var Vígsla. Er rún endurfæðingar og því að vera tilbúin undir gagngerar breytingar áður en allt umturnast og hlið opnast. Ég er að fara að klára eina ritgerð í vikunni (búin með 2 síður, hún á að vera 12-14), svo fer ég í mitt fyrsta píanópróf á morgun, (spila Amazing Graze, 8 days a week, impró-blús í C og skala og brotna hljóma í C og G). Elvar er svo að fara í hálskirtlatöku á eftir. Það er eflaust endurfæðing hjá honum líka, að vera laus við eiturspúandi kirtla úr líkama sínum. Þetta verður áhugaverð vika. Hvað eru þið að gera?
þriðjudagur, apríl 20, 2010
sunnudagur, apríl 18, 2010
Eric Burdon band One more Cup of Coffee Live 1976
...sjúklega falleg útgáfa, æðislegt lag og frábær flutningur!
Fyrst kemur æðislegt lag með Animals, og sérstaklega ber að skoða dansarana, sem slá allt út:
Sama lag árið 1985, töluvert hraðara, en ótrúlega ferskt og skemmtilegt í þessari útgáfu
...og svo snarbrjáluð útgáfa af Boom Boom sem er frá 2005, svo Eric Burdon er ekkert hættur að hljóma vel neitt. Snillingur, og ekkert annað.
Sama lag árið 1985, töluvert hraðara, en ótrúlega ferskt og skemmtilegt í þessari útgáfu
...og svo snarbrjáluð útgáfa af Boom Boom sem er frá 2005, svo Eric Burdon er ekkert hættur að hljóma vel neitt. Snillingur, og ekkert annað.
föstudagur, apríl 16, 2010
þriðjudagur, apríl 13, 2010
Jæja, keypti skýrsluna á útgáfudegi, svona upp á sögulegt gildi þess að kaupa það svart á hvítu hvað fór úrskeiðis. Bindin eru svo mörg og þung að plastpokinn sem ég fékk í Bóksölu stúdenta rifnaði strax, og hélt ég því á skýrslunni í fanginu eins og barni. Ég hef ekki enn opnað innsiglið en þó kom skýrslan heldur betur að gagni þegar ég þurfti að bíða eftir rútunni á Hringbrautinni og gat notað skýrslubunkann upp á rönd eins og lítinn skemil, og var sætið alls ekki óþægilegt. Hef vonandi ekki rýrt gildi innihalds rannsóknarskýrslunnar með því að styðja óæðri endanum á hana. Annars verð ég að líta á 12. apríl sem merkan dag fyrir það að það komu út rúmar 2000 blaðsíður af útskýringum á því hver sætir ábyrgð, og mér leið í raun og veru eins og sigurvegara að hafa þessar blaðsíður í fanginu. Skýrslan er auðvitað ókeypis á netinu, en þaðan má auðveldlega fjarlægja allt. Engum sögum fer svo um það hvort ritin verða endurútgefin eða ekki, og ef hægri stjórn kemst aftur til valda verður eflaust ekki lögð nein sérstök áhersla á aðgengi að þessari skýrslu. Mér leið, þegar ég rölti um bæinn með níðþungu skýrsluna mína, eins og staðan hefði þokast nær réttlæti, og það væri að einhverju leiti vinstri stjórn að þakka að ég héldi á upplýsingum í fanginu, sem búið var að reyna að fela fyrir mér í fjölda ára. Soldið svona míní-útgáfan af því þegar Stasi-skýrslurnar voru gerðar aðgengilegar almenningi í gamla DDR. Og ég efast ekki um það að réttlæti nái fram að ganga að lokum, og þeir verði dregnir fyrir dómstóla sem eigi það skilið. Þetta er með því jákvæðasta sem mér hefur liðið síðan hrunið varð. Hvet ég nú alla til að verða sér út um eintak (áður en það verður of seint...maður veit aldrei) og lesa svo helvítið, því þeim mun fleirri þjóðfélagsþegnar sem eru með það á hreinu hvað fór úrskeiðis, þeim mun minni líkur eru á að allt byrji upp á nýtt við fyrsta tækifæri (lesist: þegar hægri stjórn tekur við).
sunnudagur, apríl 11, 2010
Víkingasafnið er nokkuð rólegt í dag, og því auglýsi ég eftir safnþyrstum gestum sem langar að kíkja á víkinga. Það var nefnilega fullt að gera í gær, portúgalir, skandínavískir læknar á ráðstefnu, kanar, bretar, íslendingar og allir skemmtilegir. Ég elska fólk, það er nú bara þannig. Ég elska líka þegar ég næ að setjast niður með bók og lesa í stað þess að hanga í tölvu. Það er bara svo margt að skoða á netinu, og ég er ekkert alltaf að hanga í einhverju heimskulegu facebook-drasli. Blogg eru góð, þá les maður hvað annað fólk í heiminum er að hugsa og pæla. Svo er google frænka alveg svakalega fín síða sem svarar hreinlega öllum spurningum í heiminum. Eins er wikipedia yndisleg vinkona mín. Ég hafði til dæmis hugsað mér að fara núna á eftir á wiki eða á imdb.com (internetmoviedatabase.com) og finna kórönsku myndina sem ég datt í seinni hlutann á í gærkvöldi á einhverri sænskri stöð. Horfði á hana til enda, með sænskum texta og skildi allt, og verð nú að kanna hvaða mynd þetta var. Mjög Murakami-ískur söguþráður, og ég hélt að hún væri japönsk, en elvar er semsé búin að fletta upp dagskrá gærdagsins á sænsku stöðinni og finna nafnið (man það ekki núna) og þá er eftirleikurinn auðveldur. Netið er safn upplýsinga og svo er það ímyndunarafl okkar og heilastarfsemi sem gerir nettíma manns áhugaverðan eða heiladauðan. Netið kemur þó ekki í staðin fyrir að lesa góðan texta úr gamaldags bók, og það ætla ég að gera í kvöld, og líka á eftir. Svo bara ætti ég að búa til system fyrir mig: Fyrir hverja klst. sem ég hef lesið heimspeki má ég fara í tuttugu mín. netið. Þá þarf ég að lesa og læra í 3 tíma fyrir klukkutíma af browsing-tíma. það er snjallt. held ég taki þetta upp....
fimmtudagur, apríl 08, 2010
miðvikudagur, apríl 07, 2010
Uppgötvun dagsins: Að fara inn á youtube og slá inn Moroccan music. Hér er mín uppáhalds marokkanska hljómsveit Nass El Ghiwane, og ég uppgötvaði hana fyrir 9 í morgun!!! Geri aðrir betur í marrokkönskum uppgötvunum á morgnanna.
þriðjudagur, apríl 06, 2010
Burt með snjóinn!
Þeim sem að langar
í kulda að hanga
hvern einasta dag...
Það er tóm tjara
já, betr'er að FARA
og bæta sinn hag.
Að snjó'er ósiður
sem dregur mann niður
og mér finnst það kalt.
Þú verður illa alinn
frostbólginn og kalinn
það er ekkert svalt
Það er algjör vitleysa
að snjóa
þú eyðir peningum
með því að búóa
hérná Íslandi
borgar
heilsugæslunni
.......
.......
o.s.frv.
grrrrrgrrrrgrrrr brrrrr!
Þetta er of kalt land. Þetta er of leiðinlegt veður. Þetta er of stjúpid staðsetning að búa á.
Þeim sem að langar
í kulda að hanga
hvern einasta dag...
Það er tóm tjara
já, betr'er að FARA
og bæta sinn hag.
Að snjó'er ósiður
sem dregur mann niður
og mér finnst það kalt.
Þú verður illa alinn
frostbólginn og kalinn
það er ekkert svalt
Það er algjör vitleysa
að snjóa
þú eyðir peningum
með því að búóa
hérná Íslandi
borgar
heilsugæslunni
.......
.......
o.s.frv.
grrrrrgrrrrgrrrr brrrrr!
Þetta er of kalt land. Þetta er of leiðinlegt veður. Þetta er of stjúpid staðsetning að búa á.
sunnudagur, apríl 04, 2010
akkurat núna langar mig aðeins að bragða á páskaeggi sem inniheldur hvítan sykur, en annað hvort læt ég það eftir mér og fæ smá í magann, eða ég bara fæ mér 70% súkkulaðið mitt og döðlur og hnetur og það allt. Ætla allavega að byrja á döðlunum og sjá hvað setur. svo er matur hjá paogma á eftir. ætli ég sé ekki bara orðin smá svöng. páskatjill dauðans í gangi, annars.
föstudagur, apríl 02, 2010
föstudagurinn langi, er fyrir hann sem dó fyrir mig, og ef þú ferð ekki'að koma, verður dýrið sem dó fyrir þig brunarústir. Þetta vakna ég samviskusamlega með á heilanum á hverju ári, en ekki hvað? Nú ber vel í veiði, því á síðunni hans gunna er hægt að hlusta á lagið í demó-útgáfu þar sem fyrri söngkona unun, kristín, syngur. þetta er fyndið demó, en fær mann að sjálfsögðu til að vilja hlýða á lokaútgáfuna.....Hvar eru ununardiskarnir mínir?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)