Mér gengur hægar að galdra fram guðdómlega og frumlega ritgerð en ég hefði viljað, en það er í góðu lagi, því ég hef allan maí. Á mánudagsmorgunn ætla ég að taka daginn snemma og hendast í að ljúka "stuttu" ritgerðinni (12-14 bls. og ég er búin með ríflega 10) og skila henni eftir hádegi. "Langa" ritgerðin (um 20 síður) er hálfnuð núna, og ef ég held vel á spöðunum og spilunum og öðru sem halda þarf vel á gæti ég mögulega verið búin fyrir 20. maí. Þá á ég strangt til tekið sumarfrí út maí, því sumarönn byrjar í júní. Í júní, júlí og ágúst þarf ég að galdra "lengstu" ritgerð æfi minnar, sem mun vera allavega 70 blaðsíður, gæti orðið lengri. Þá nota ég "löngu" ritgerðina og blæs hana út svo hún lengist enn meira. Þetta er bara bók sko, for crying out loud. Einnig fer ég í tónleikaferð til ameríku í ágúst, en meira um það síðar þegar allt er á hreinu. Það sem ég vil hinsvegar ná að gera í lok mæ, sumarfríinu, er að þrífa húsið hátt og lágt og mála baðherbergið. Svo þurfum við að æfa hljómsveitina Hellvar og ljúka nokkrum lögum líka. Það er lagskipt og snar-geðbilað stuð að vera ég þessa dagana!
Neil Young á lokatóna bloggsins í dag, og hann er með boðskap sem ég hef í hjartanu:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli