Leita í þessu bloggi

föstudagur, maí 14, 2010

heiheiheidegger! hvað segirðu gott?
heiheiheiða er að skrifa um þig flott!
ég fékk áðan speltpönsur þegar ég átti að vera að læra.
maður þarf líka alltaf að muna að stoppa og sig næra.
þetta er föstudagsþula um það að vera í skóla,
ég er inná bókasafni en ekki úti að hjóla.
svo held ég að ég skelli mér í gufu og í sund,
haldi áfram á morgun með heidegger og hans dund.
ef einhver er kátur, og vill kíkj'á mig í kvöld,
þá má hann það sko alveg, ég er af stuðinu margföld.
ég verð bara heima og hlusta á músik og hlæ.
þetta verða lokaorðin vertu sæl(l) og bæ!

Engin ummæli: