Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, júní 30, 2010

Þetta er einhver spurningalisti sem ég fyllti út í nóvember 2004, þegar ég bjó í Berlín. Nú ætla ég að svara honum aftur, en fyrra svarið er þetta gamla, nýtt svar er eftir skástrik. Hvað hefur breyst á 6 árum???

ever had a song written about you? Já, alveg nokkrum sinnum//einhvern tíman
what song makes you cry? eitthvað með Tom Waits, You're a big girl now með Dylan, öll platan Troubadour með J. J.Cale//barnakórar
what song makes you happy? rétt lag á réttum stað við réttar aðstæður. Ef ég þarf rólegheit og spila stuð er það ónýtt og öfugt. En það sem virkar næstum alltaf, alveg sama hvað er Lík-ami með Purrki Pillnikk. Og HAM-lög....og allskonar pönk...og.....;-)//Buffalo Virgin-platan með HAM, Sonic Youth, sumar Bítlaplötur...
height? 1,62//1,62
hair color? ljósbrúnt//appelsínubrúnt
eye color? sakleysisblár//ljósblágrá
piercings? nei//nei
tattoos? nei//nei
what are you wearing? gamalt pils, svartur rásar2-bolur, svartar sokkabuxur, dökkbrúnir apainniskór, themotherfuckingclash-ullarpeysa,...svört nærföt//appelsínubrúnir ullarsokkar, rauðar gallabuxur, ljósbrúnn blómatoppur frá Alexöndru, svört hneppt peysa, ...rauð nærföt.
what song are you listening to? la folie með stranglers//ekkert lag, með beach boys á heilanum.
what taste is in your mouth? tungubragð//hnetusmjörs-banana-smúþþí-bragð
what's the weather like? ííííískalt og rakt//kalt og skýjað, samt örugglega 14 gráður
how are you? soldið svöng, ætti líklega að borða smá áður en ég fer að reyna að sofna//einbeitingalaus, en stendur til að drekka meira te og læra Heidegger úti í skúr.
get motion sickness? nei//nei
have a bad habit? hugsa að ég hafi helling, man eftir einum: ég bít alltaf í puttana mína á hlið þegar ég er að horfa á tónleika sem ég fíla. Ef ég eeeelska bandið þá bít ég bara alveg fast, og það kemur far og allt//reyki, en samt bara lítið.
get along with your parents? jájájájá//að sjálfsögðu, enda skemmtilegasta fólkið.
like to drive? skemmtilegt já, sérstaklega þegar maður er að fara eitthvað skemmtilegt eins og t.d. út í sveit. Leiðinlegt að keyra í umferð innanbæjar//neee, alveg sama þótt ég sleppti því...
boyfriend? Elvar//Elvar
girlfriend? neibb//ekki enn....(djók, Elvar er alveg nóg, sko)
children? Óliver//Óliver
had a hard time getting over somone? mhmm//bla
been hurt? já//blabla
your greatest regret? æ ég veitða ekki, þýðir nokkuð að sjá eftir einhverju? Það gerist alltaf eitthvað, sama hvað maður velur. Stundum kemur eitthvað frábært út úr jafnvel klúðri og mistökum.//sama svar og áður...
your cd player has in it right now? Sonic Nurse með Sonic Youth//Holland með Beach Boys
if you were a crayon what color would you be? Svartur//Appelsínubrúnn
what makes you happy? Að spila á tónleikum, og gleyma sér//að klára, bara hvað sem er, en þessi góð samviska tilfinning er ómetanleg
what's the next cd you're gonna get? Vantar að kaupa nýja Tom Waits, nýja Nick Cave, nýja P.J.Harvey, nýja Björk, nýja Streets, og svo ætla ég að reyna að eignast Joy Division, það er svo frábært að hlusta á þá á veturna.//þarf ekkert
seven things in your room? gítar, bækur, kósílampar, hvít sería, vekjaraklukka, ullarsokkar, tölva,//Bækur, geisladiskar, spólur, myndavél, málarateip, almannak og mýkingarefni...
seven things to do before you die? Semja lag sem lætur fólk skilja að það þurfa ekki að vera stríð, borga skuldirnar mínar, biðja alla sem ég hef gert eitthvað fyrirgefningar, sjá Sonic Youth spila, fara til Japan, finna staðinn sem ég vil verða gömul á, verða hamingjusöm,//ókey ég get skrifað undir margt af fyrri lista, en ég ER hamingjusöm og BÚIN að sjá Sonic Youth, þannig að listinn er: fara til Japan, finna staðinn sem ég vil verða gömul á, taka mótorhjólapróf, krúsa um Bandaríkin á mótorhjóli, safna tattúum, hætta að vinna dagvinnur og lifa af tónlist, og semja lag sem lætur fólk skilja að það þurfa ekki að vera stríð!
top seven things you say the most? já, vá, æðislegt, sökka, geðveikt, snilld, sjiiiiiit,//sjitturinn, geðveikt, alveg rugl, hellað, óliver, elvar, já,
do you...
smoke? nehei//jamm
do drugs? neits//nei
pray? stundum//já
have a job? er tónlist vinna?//hehehe
attend church? neeee//neinei

have you ever....
been in love? Já//duh
had a medical emergency? ha, verið í lífshættu, neinei þaldéekki//ekki svo ég viti
had surgery? já, kirtlataka, og nokkrar aðrar smávægilegar//já
swam in the dark? já, meira að segja nöppuð af löggunni fyrir að brjótast inn í heitu pottana í sundlauginni í kef að nóttu til...vá það er soldið langt síðan...//já það er víst
been to a bonfire? já//mmmmmmm já, elska varðelda
got drunk? já//já
ran away from home? já, hef hlaupist á brott eftir að ég flutti að heiman//er það? hef ég hlaupist á brott? Nú man ég ekkert eftir því...
played strip poker? já//unglingaflipp eitthvað
gotten beat up? verið kýld einu sinni//kýld
beaten someone up? aldrei, einu sinni sparkaði ég samt í öxlina á fyllibyttu sem var að horfa uppundir mig, hann sat fremst á sviði og glápti, og svo byrjaði hann að blása til að kjólinn lyftist...djöfull varð ég brjáluð, bara tók tilhlaup og sparkaði//satt
been onstage? -Jájá//jújú
pulled and all nighter? jájá//jújú
been on radio or tv? Helling bara//lala
been in a mosh pit? oft þegar ég var ung og brjáluð, nú er ég bara brjáluð (hehe), en ég er svo lítil og létt, og hugsa mér að ég gæti svo auðveldlega slasast (ég veit það, ég er allgjör aumingi)//æ, nú er ég með smá bakvandræði, þannig að ég fer víst ekki í neinn pytt. Það er þó ekkert til að skammast sín fyrir, ég er snarbrjáluð inní mér!!!!!
do you have any gay or lesbian friends? Já//sem betur fer
describe your first kiss... bjakk!//gömul blaut karamella...það var tilfinningin
wallet? rautt slitið mikkamús og eitt svona indverskt hippalegt//svart leður-seðlaveski sem ég erfði frá óliver, hann átti svo mörg...
coffee? latte macciato//svart, helst espressó
shoes? einir rauðir háhælaðir, einir rauðir doctormartins sem eru að syngja sitt síðasta, enda 15 ára gamlir, og einir skeitarastrigaskór//böns
cologne? á anais anais, langar í armani-mania (hint hint)//kate moss-vintage

in the last 24 hours you have...
cried? var döpur fyrr í kvöld og þá sluppu nokkur,//alls ekki
bought anything? nei, gleymdi meira að segja að kaupa mjólk//matvörur, afturljós (sem ég borga eftir mánaðarmót), gleymdi að kaupa klósettpappír...
gotten sick? smá magaverkur//nei
sang? syng eitthvað á hverjum degi//söng perfect day með píanóundirleik, er að reyna að pikka það upp sjálf.
been kissed? smá//já
felt stupid? nei//nei
talked to an ex? nei//nei
talked to someone you have a crush on? já//já
missed someone? já//já
hugged someone? já//já

Jæja, sumt er breytt, annað er eins. Ég er sátt.

þriðjudagur, júní 29, 2010

Nýtt útlit. þá týndust linkar. mundi eftir mörgum, en ekki öllum....komiði nú með linka á ykkar skemmtilegu blogg, þið sem skrifið reglubundið. síjú.
Ég er að segja ykkur það, þetta er besti morgunmatur sem ég hef borðað, ever!:


Uppskrift: Tröllahafrar (ss grófmalaðir hafrar) ásamt rísmjólk í pott, bætt út í söxuðum möndlum og söxuðum döðlum (ca. 5 möndlur 3 döðlur).
Hitað í gegn, sett í skál, 2 matsk af lífr. eplamauki og 2 matsk af dökku tahini út á, final-touch-ið: 1 fersk fíkja skorin út á!
Saddur í marga klukkutíma, alvöru orka. It's the shit!!!!

æ-i hvað það er gaman að hanga heima í stað þess að læra. EN nú fer ég í smá lærlær:

sunnudagur, júní 27, 2010

Velkominn í tenglalista Skarpi!
Er að fara að kaupa málningu á baðherbergi. Múrbúðin er því miður lokuð á sunnudegi, en Húsasmiðjan er opin. Nú er spurningin, á ég að kaupa dýrari málningu og vera búin í dag, eða ódýrari málningu og dagurinn í dag nýtist í ekkert og ég er ekki búin fyrr en á morgun...? Á morgun segir sá lati...

mánudagur, júní 21, 2010

Ég hef nú upplifað eitthvað nýtt í boði drauma minna. Mig hefur nokkrum sinnum dreymt eitthvað "frægt" fólk og oftast hafa það verið alveg yndælir og súrrealískir draumar,(óborganleg steypa um Ringo sem dæmi), en mig hefur aldrei dreymt Jón Gnarr, fyrr en í nótt.
Ég og Jón Gnarr ásamt fullt af öðru fólki vorum stödd í einhverjum sumarbúðum, þar sem einhverjir voru að fá sér tattú og aðrir að spila á spil, enn aðrir að plana fjallgöngu. Semsagt fjölbreytt aktivití. Ég bið Jón að hjálpa mér að velja tattú á handarbakið, og hann segist bara myndu redda þessu sjálfur fyrir mig. Tekur upp túss og teiknar á hendina einhvern spilaflöt, leit út eins og sambland af Lúdó og Yatzi, og límir svo við hliðina upphleift plast-stykki með tveimur teningum í sem hægt er að "kasta" með því að ýta á þartilgerðan takka. "Svona", sagði Jón. "Nú ertu með tattú og spil og þarf ekki að leiðast á meðan!"

Takk fyrir mig, draumadísir!

miðvikudagur, júní 16, 2010

Ljósfælni er þýtt á ensku sem photophobia, allavega í google translate. Það er ég nú hitta á, og enska orðið er alls ekki eins lýsandi og hið íslenska. Ég hef ekki neina fóbíu, hvorki fyrir ljósi eða fyrir myndum. Hef ofurviðkvæm augu sem leyfa mér ekki að lesa heimspeki núna, allavega ekki lengi. Ætla samt aðeins að kíkja á skrifst. fyrst ég er á annað borð komin í Rvk. Það er task út af fyrir sig að fá sig til að lesa, hvað þá að skilja hvað maður les. Task um tösk frá töskum til taska. Taskan mín er merkt New York og hún var keypt í China town 2007 á 5 dollara. Hefur verið notuð óspart síðan, og orðin nokkuð götótt til hornanna. Veit ég mun fá mér nýja þar í ágúst.

fimmtudagur, júní 10, 2010

í dag: rúta, blautt úti, buxurnar þornuðu í miðstöðvarheitu rútunni, sofnaði útfrá bók um heidegger og engla???!!! hafragrautur í hámu, kaffi líka. skrifstofa, hlustaði á massive attack úti að labba. horfi nú á kukl-myndbönd og kem mér í gírinn. kukl, heidegger, englar, djöflar, massive, hellvar æfði í gær, (mj. gott!). æfum aftur í kvöld (mj. gott!) erum með markmið. ég er líka með markmið fyrir ritgerðina. 5 kaflar hver um 15 síður. þá eru þetta 5 "stuttar" ritgerðir en ekki 1 RISASTÓR. svona svona heiða, þetta klárast. fer til nevjork í ágúst. flugarhug í gangi í dag.

mánudagur, júní 07, 2010

excoriate

góð orðabók, ókeypis á netinu. alltaf að auglýsa ef maður finnur eitthvað ókeypis sem virkar. annars bara gott. er að huga að samanburði á schopenhauer og heidegger, hægt af stað, en mjakast. þegar það fer hægt en mjakast á maður að gleðjast samt, því það er þó ekki kyrrstaða. er komin með japanska klippingu, ógeðslega sæt! The barber theater rúlar!

miðvikudagur, júní 02, 2010

Blue Lagoon - Live Webcam - Inspired by Iceland

Blue Lagoon - Live Webcam - Inspired by Iceland
Hér er alveg frábærlega skemmtilegt blogg, sett fram á alveg frábærlega skemmtilegu máli, skrifað af alveg frábærum og skemmtilegum manni:
http://deetheejay.blogspot.com
Hef nú tengt þetta sómasamlega hér í listann minn, vertu velkomið á listann, blogg!
Þetta er að bresta á! Jájájá. Farin að fá mér hádegishlé, áður en ég byrja að læra. (reyndar búin að kíkja á vefinn og skanna einn texta, en það telst ekki með, bara upphitun). Gulrótin verður borðuð áður en aðal-lærdómur dagsins er tekinn með stæl.

þriðjudagur, júní 01, 2010