Ég hef nú upplifað eitthvað nýtt í boði drauma minna. Mig hefur nokkrum sinnum dreymt eitthvað "frægt" fólk og oftast hafa það verið alveg yndælir og súrrealískir draumar,(óborganleg steypa um Ringo sem dæmi), en mig hefur aldrei dreymt Jón Gnarr, fyrr en í nótt.
Ég og Jón Gnarr ásamt fullt af öðru fólki vorum stödd í einhverjum sumarbúðum, þar sem einhverjir voru að fá sér tattú og aðrir að spila á spil, enn aðrir að plana fjallgöngu. Semsagt fjölbreytt aktivití. Ég bið Jón að hjálpa mér að velja tattú á handarbakið, og hann segist bara myndu redda þessu sjálfur fyrir mig. Tekur upp túss og teiknar á hendina einhvern spilaflöt, leit út eins og sambland af Lúdó og Yatzi, og límir svo við hliðina upphleift plast-stykki með tveimur teningum í sem hægt er að "kasta" með því að ýta á þartilgerðan takka. "Svona", sagði Jón. "Nú ertu með tattú og spil og þarf ekki að leiðast á meðan!"
Takk fyrir mig, draumadísir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli