Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, júlí 21, 2010

Hvernig er hægt að ætla að stilla klukku á 08.30 en stilla hana óvart á 03.30? Er ég blind og gömul eða hvað? Allavega vaknaði útfrá mjög svo súrum draumi klukkan 10.00, búin að missa af rútunni og þarf nú að bíða til 11.30 eftir næstu...Þetta er líklega "the downside" við að búa í kef....hefði ég vaknað kl. 10.00 í rvk. hefði ég fengið mér snöggan morgunmat og hjólað svo upp í bókhlöðu og verið komin þangað vel fyrir 11.00. í staðin kem ég nú kl. 12.30. (get reyndar byrjað að lesa í rútunni, sem ég á auðvelt með, því ég verð aldrei bílveik). en ægilega er ég vel útsofin. Svo erum við hrikalega vel æfð, og tónleikar á morgun, 22.07 á Paddys! ÞAÐ verður rosalegt.

Engin ummæli: