Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, september 07, 2010

Jæja, nú þegar einbeitingin er farin í dag, og ég að spá í að rölta heim áður en myrkrið skellur á, er gott að staldra við og fara yfir daginn: Foreldrafundur í morgun, afar vel heppnaður. Smá lestur tölvupósts og bloggs eftir það í tölvustofu H.Í. og í framhaldinu virkilega frambærilegar núðlur með grænmeti í Hámu /Elvar fékk sér lasagne með dánu dýri í. Við það búið er skundað upp í Þjóðarbókhlöðu þar sem dagurinn er virkilega tekinn með trompi og lesið og skrifað eins og vindurinn (sem reyndar ég veit ekki til að lesi né skrifi, en whatever...) Um tvöleitið fer ég að fá smá vindverki og afskrifa það sem stress, enda er ég helvíti stressuð þessa dagana. Nú svo kemur smá svona þrýstingur sem ég held náttúrulega að sé bara prumpi og leifi honum því bara að komast út til að geta haldið æsispennandi lestrinum í Fyrirbærafræði eftir Dan Zahavi áfram. En þá gerðist nokkuð óvænt. Tilvonandi Meistari í heimspeki skeit þá aðeins á sig, í orðsins fyllstu merkingu! Og já, þurfti að henda naríunum í ruslið inni á baði, en sem betur fer var ég í vænum brókum í dag svo ekkert fór í gegn. Og af hverju, spyrjið þið nú, er ég að segja ykkur þetta hér? Tja, ég veit svo sem ekki, nema ef ske kynni að ég væri orðin svo langt leidd að mér væri bara hreinlega SKÍTSAMA!!!!! Hahahhaa, þetta fáiði ekki á feisbúkk krakkar mínir....

3 ummæli:

Sverrir sagði...

Skemmtilegt.
En ég mæli eindregið með dánum dýrum í ýmsan mat. Þau veita einstaklega góða fyllingu.

Nikki Badlove sagði...

sjett maður....ertu líka búin að kúka á þig í skrifum...ég er allavega búin að ákveða að halda áfram að kúka á mig í ritgerðinni minni og ætla að vera með niðurgang í það minnsta fram að jólum..skil í des...hljómar gebba vel svona þegar skítafýlan rennur af hugmyndinni....áfram kúkasögur!

Heiða sagði...

sko, ég hef fengið 5-7 daga frest. ætla að hafa það 5 daga, ef ég get, og skila þá þann 15. stend í 45 síðum núna í dag, og lítur alveg ágætlega út. ef ég klára skrifin á sunnudag (gæti alveg gerst) þá hef ég mán. og þri. til að yfirfara og snurfusa....sjáum til....er ekki skítur bara af hinu góða? Peningar og hreinsun og allt það?