Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, september 09, 2010

NÚ er fyrst eitthvað að fara að gerast hjá mér á öllum vígstöðvum: Er að lesa Letter on Humanism, Time and Being og Enownment (grein um Heidegger) á sama tíma og ég skanna þá sjötíuogeitthvað vini sem ég á á facebook. Já, ég var með 700 og eitthvað, sagði bara já við alla, og allir sem ég sagði hæ við úti í búð eða voru með mér í sexárabekk leitaði ég að og gerði að vinum mínum. fannst mér bera heilög skylda til að hafa alla sem ég hafði nokkurn tíman þekkt þarna. en núna......bara nánustu, og ekki einu sinni allir, því suma vil ég bara hringja í eða senda rafpóst til. það er nefnilega svo að fyrir feis áttu allir vini líka. og svo fór ég áðan til læknis sem skoðaði bakmeiðsli mín tveimur árum eftir slys uppá það hvort mér beri einhverjar skaðabætur, og á leiðinni úr skoðuninni steig ég í poll svo nú er ég að drepast úr eigin táfýlu. Skítur í síðasta bloggi, táfýla í þessu, hvað verður það næst?
Allavega, ég er með 45 síður af meistaralegum skrifum í tölvu, og er að lesa (án gríns!) þrjá texta í einu, flakka á milli. Hljómar soldið manískt, en ég fæ þá ekki leið á neinum þeirra. Ók, hljómar meira Línu langsokk-ískt en manískt, sem er gott....eða er það ekki? HA! Sakna Berlín minna þegar ég bý í Reykjavík, og svo veit ég líka að Begga vinkona er núna að passa uppá að það sé ein brjáluð íslensk stelpa búsett þar. Það er mikilvægt að svoleiðis sé alltaf í Berlín. Hvað á ég svo að gera eftir RITGERÐ? Langar að skrifa bók, en myndi ég púlla það? Kannski ljóðabókina sem ég er að semja í stundum. Langar líka að hafa myndlistasýningu. Langar líka að klára Hellvar-plötu. Langar líka að gera trúbadoraplötu. Langar líka að hafa sjónvarpsþátt.....langar líka að.....ókey, ritgerð. síjúbæ.

Engin ummæli: