nú er ég á leiðinni á skrifstofuna að laga ritgerðina aðeins til, þ.e.a.s. þær breytingar/innsláttarvillur sem ég fann og vinur minn sem las hana fann. Ég hef enn ekki fengið neinar athugasemdir frá leiðbeinendum, en það kemur eftir næstu helgi. Hellvar spilar á airwaves sem er gott, og því þurfum við að æfa. við þurfum líka að koma lagi á herbergi sem er að fara að vera tónlistarherbergi, en það er hálf-fullt af dótaríi. spurning um að taka kolaportsbás....mamma og pabbi viljiði taka svona bás með mér? þið eigið nú eitthvað af dótaríi sem þið gætum losað um...svo er bara áfram áfram stuð. ólivers afmæli laugardag og sunnudag, dugir ekkert minna. á laugardag koma stórir og smáir í fjölskyldaunni og á sunnudag koma bekkjarbræður hans, í sérpantað afmæli sem stendur frá 12.00 til 19.00!!! það er ekkert slegið slöku við í afmælisfílíng þegar maður er að verða níu. nákvæmlega núna er ég ekki stressuð og ekki þreytt en ég var líka að enda við að sporðrenna tvöföldum soja-latte og sofa í 12 tíma....annars er ég í spennufalli dauðans. ætla að taka skrifstofu/tölvudag í dag og svo útréttingadag á morgun (bónus, húsaleigubótaskrifstofa....hugsanlegar vinnur til að sækja um....)
svona er lífið í heiðubæ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli