Leita í þessu bloggi

mánudagur, september 20, 2010

Sumarlandið er frábær mynd, í alla staði! Enn hvað það er gaman að fara 3 kynslóðir á hana og allir fíluðu hana svona vel. Pabbinn og afinn, dóttirin og mamman, sonurinn og afabarnið og Elvarinn,(tengdasonur,maður,pabbi). Óliver talaði um hana á leiðinni í skólann í dag, og við "fullorðna" fólkið (hvenær mun þetta orð eiginlega eiga við mig?) vorum einnig mjög hrifin. Ritgerðin sem ég skilaði á föstudaginn klukkan sjö er sem strokuð út úr minninu mínu, enda hef ég ekki þorað að lesa hana aftur síðan þá. Þarf samt eiginlega að gera það í dag. Hef ekki fengið nein viðbrögð frá leiðbeinanda ennþá, en bíð spennt og tékka á meili á klukkutíma fresti. Get ekki beðið að vera bara almenniega búin, búin að verja munnlega og allt. Er soldið bara til í að finna mér einhverja vinnu núna bráðlega. Var einmitt að semja í huganum smáauglýsinguna: Ofur hress nýútskrifaður veru- og fyrirbærafræðingur óskar eftir einhverju að gera. Ég myndi bara fá eitthvað draugatengt, því það veit enginn hvað verufræði eða fyrirbærafræði er. Ætli fólk haldi ekki bara að það sé sama og "exorcist"? Að flæma út óæskilegar verur og fyrirbæri úr gömlum húsum? En mjá, góða vinnu. Anyone?

1 ummæli:

Wim Van Hooste sagði...

Nice time & place to play @ Airwaves this year. NASA & Saturday night @ 19:30!