Leita í þessu bloggi

mánudagur, október 11, 2010

ég er gjörsamlega laus undan fargi internets og sjónvarps. les reyndar fréttablaðið spjaldanna á milli og hlusta aðeins einbeittara á útvarp þegar ég heyri í því. en það er eins og ég sé bara að klæða mig úr mörgum fatalögum, ég er eitthvað svo sátt við þetta. ég meina, sjónvarp heima? Af hverju er það svona skemmtilegt? Er það bara til að hafa eitthvað að tala um við þá sem maður hittir og gera ekkert nema horfa á imbann? Ég er ofur-sátt, og svo smitast þetta líka inn á önnur svæði. Ég er til dæmis ekki með gsm-símann minn á mér núna...ég meina, ef einhver hringir þá hringi ég bara aftur í hann. það er bara svo gott að vera í svona tímaleysi/frelsisástandi. fórum líka í viðey á laugardag og það var alveg magnað barasta. fórum svo á sveppamyndina í gær (óliver búinn að rella um að fara á hana lengi) og jájá, ekki orð um það meir bara. ægilega leiðinlegt að hafa barna myndir í þrívídd til að geta rukkað meira...það er ekki eins og þrívíddin sé einu sinni sérlega sjáanleg í þessari mynd...var eiginlega bara gaman að sjá Avatar í þrívídd, allt annað má bara vera svona venjulega tvívítt og það er alveg nógu spennandi þannig. þetta hlýtur að leggjast af, andskotinn hafi það, er þetta ekki bara nýjungagirni?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa hvunndagsblogg. Ég er komin með nóg af pólitískum bloggum. Þau eru bara ekkert skemmtileg.

Kv.
Sunni

Heiða sagði...

takk fyrir það. hversdagsleikinn er stundum mun göldróttari en kvabb og kvein um hvað eigi/eigi ekki að gera.