Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, október 06, 2010

Eruði búin að kjósa mig í dag?
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/

Er að lesa frábæra bók eftir haruki murakami
Hún heitir "underground" og fjallar um hræðileg hryðjuverk sem áttu sér stað í tokyo-neðanjarðarlestinni árið 1995. By the way, Murakami er uppáhalds-höfundurinn minn og ég er hér með farin að safna bókum hans. Á enn eftir að lesa dálítið samkvæmt Wikipediu um hann en af skáldsögum hef ég lesið:
Pinball, 1973
Norwegian Wood
Dance Dance Dance
South of the Border, West of the Sun
Sputnik Sweetheart
Kafka on the Shore

Svo hef ég lesið The elephant vanishes, smásagnasafn, og "Eftir skjálftann" (veit ekki nema íslenska nafnið, en það er líka smásagnasafn. Underground er semsé ekki skáldsaga, og það fyrsta sem ég les eftir Murakami sem hefur í alvörunni gerst. Það er samt svo merkilegt að lýsingar hans á "venjulegu" fólki sem tók lestina morguninn sem taugagasinu var sleppt í lestunum eru svo langt frá því að vera venjulegar. Það er líklega styrkur Murakami, að lýsa hinu hefðbundna á þann hátt að það virðist spennandi og framandi.

Eruði búin að kjósa mig í dag? http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/

1 ummæli:

Valur sagði...

Nú er spurning hvort Haruki Murakami fái nóbelinn á morgun? Það er aldrei að vita.