Ég er hætt að vera með rugl-veiki-kvef, enn einu sinni. Eða svona næstum því. Gruna að ég þurfi að taka einhvern vítamínkúr, það bara gengur ekki að ég fái hreinlega allar umgangspestir. Lærði samt vel um helgina, komst í gírinn og get nú haldið áfram. Þarf upp í bókhlöðu að fá eina bók og framlengja nokkrum sem ég hef. Það er ótrúlegt hvað bókasöfn eru spennó. Þori samt ekki að fara á "venjuleg" bókasöfn og taka skáldsögurnar sem flæða nú um allt. Það er jólabókaflóð að hefjast og ég hef ekki tíma í svoleiðis strax. Bráðum, bráðum...
2 ummæli:
Borðaðu þrjá til fimm ávexti á dag. Citrus ávextirnir eru bestir upp á vítamín C.
Fáðu þér sítrónu reglulega, (en ekki borða steinana).
Fáðu þér tvær skeiðar af olíu einu sinni á dag, hörfræjarolíu. Notaðu líka jómfrúarólívuolíuna, (en ekki steikja upp úr henni!)
Reyndu líka að nota rauðan chilli og hvítlauk út í mest allan mat sem þú eldar.
Þetta hef ég gert og hef ekki fengið kvef svo mörgum misserum skiptir. (Ég fékk reyndar smákvef í fyrsta sinn í langan í síðasta mánuði, en það var ekkert sem stöðvaði mig í einu eða neinu.)
Takk fyrir súper ráð. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg í ávöxtunum, viðurkenni það. En nota jómfrúarólívu og elska að bæta hvítlauk, chili og engifer út í mat. Auðvitað á maður nú að fara að verða sér út um mandarínu- eða klementínukassa, kominn tími á það.
Skrifa ummæli