Leita í þessu bloggi

mánudagur, nóvember 29, 2010

Ég er svo rosalega sátt við þennan mánudag. Byrjuð í Hot-jóga aftur og fór að sofa á miðnætti og vaknaði klukkan átta í morgun úthvíld í nýja rúminu okkar. Fórum á Gnarr í gær, loksins, Pabbi, Elvar, Óliver og ég. (3 uppáhalds karlarnir mínir í heiminum). Hún er vægast sagt frábær og við hlógum og hlógum, mæli eindregið með þessari mynd, fyrir þá sem ekki eru búnir að skella sér. Ég er búin að setja í vél og búin að taka úr einni og brjóta saman. Er að fara að gera túnfisksalat, mína (ó)venjulegu blöndu: mæjó, túnfiskur, rauðlaukur, tómatar, döðlur og krydd. Te með. Kveikja á kertum. Anda. Vera til.

Engin ummæli: