Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, desember 01, 2010
Ef einhver er til í að koma í heimsókn í kvöld til að spila yatzí, þá ætlum við Óliver að gera það...Ég uppgötvaði sumsé í sundi í gær að minn elskulegi afleggjari kann ekki Yatzí, en ég var þrautþjálfaður spilari á hans aldri. Ég fann einmitt eina slíka blokk í kassa sem verið var að ganga frá um daginn. Blokkin fór í stofugluggann og bíður þess að vera notuð. Faðirinn á heimilinu er ekki mikill spilakarl en það er ég hins vegar og nú hugsa ég mér gott til glóðarinnar að gera Óliver yatzí-óðan, helst. Svo hefur hann verið að lesa fyrir mig fyrstu Harrý Potter-bókina í nokkur kvöld, og við föttuðum áðan (á leiðinni frá lúðrasveitaæfingu) að við værum bæði spennt fyrir því sem væri að koma í bókinni. Skrifstofan í kjallaranum ber nú nafn með rentu (tja "vinnuherbergi" væri nær lagi, því þar er líka gerð tónlist) en ég hef 2 daga í röð gripið niður í Heidegger vin minn þar. Funheitt og góður stemmari með tekatli og kertum gerir setuna í neðra bara notalega. Þetta sannar að það er ekki alltaf ávísun á helvíti að það skuli vera heitt í neðra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli