nú er byrjað að sýna harry potter í bíó...það er alveg mögulega mín uppáhalds persóna sem birst hefur í skáldsögu. harrý potter er tákn um það sem ég sem krakki og unglingur vonaði: að ég væri svona skrítin vegna þess að ég hefði sérstaka hæfileika og ætti bara eftir að finna hópinn sem ég passaði inn í. harry hefur galdra og "fann sig" þegar hann fékk inngöngu í hogwarts-skóla, ég fann mig þegar ég byrjaði í fyrstu hljómsveitinni minni. ja eða kannski fyrst þegar ég fékk að vera plötusnúður í barnaskóla, síðasta bekk fyrir gaggó. þá var ég ellefu ára, og ég og vinkona mín fengum að spila tónlistina sem allir voru að dansa við. ég fann hvað það átti við mig og hvað ég gat það auðveldlega og hvað ég tók þetta alvarlega maður....vá!
Harry gerir vonandi mismunandi hluti fyrir alla sína aðdáendur, en ég vona að hann veiti okkur samt öllum von um að hið góða sigri og við höfum öll hæfileika sem við eigum að finna og rækta...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli