Leita í þessu bloggi
mánudagur, nóvember 22, 2010
Skoh, fór að sofa 2 en vaknaði samt kl. 8. er á leið í Mosó að ná í alternator (sem er ansi gott nafn á alternative hljómsveit, helst smá industrial í leiðinni). Fer svo að kjósa, búin að raða, og svo að læra. Svo þarf ég, fari það í hábölvaðar hámerar, að drullast í bælið fyrir 11 á kvöldin. Núna í svartasta skammdegi (já eða mjög dökkgráu allavega, hið svartasta er í desember) þarf ég að lágmarki 9 tíma svefn. Vakna átta? Þá bara fara að sofa ellefu og sorrí stína og ekkert múður. Ætla ég að ljúka ritgerð, eða sofa á daginn? Ljúka ritgerð, takk. Þá: Sofa síðasta lagi ellefu. Þarna sáuð þið dæmi um heimspekilega aðleiðslu og góða vinnslu úr gögnum og forgangsröðun. Rökleiðsla í lagi líka...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Og allt gengur það eins og smurð vél með nýjum alternator ef farið er nákvæmlega eftir því.
Skrifa ummæli