Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, nóvember 09, 2010
Trommurnar í "Come together" eru líklega uppáhalds-Bítlalagstrommurnar mínar. Sándið er fullkomið, og performansinn líka. Vona bara að þetta sé ekki eitt af þeim trökkum sem Paul spilaði yfir í skjóli nætur, án þess að Ringó fengi að vita. Paul er soldið klikk að hafa gert þetta, nú ef hann gerði þetta þá nokkuð. Sögur eru ekki alltaf sannar. Sit á Hemma og Valda og reyni að ná nægri örvæntingu til að halda áfram með breytingar á ritgerð. Það gengur illa því þeir eru að spila svo rosalega góða 60's-tónlist. Come together var að klárast, Time of the season m. Zombies er núna. Áðan var Lola og You really got me með Kinks, svo á undan því var Nights in white satin með Procul Harum. Ég drekk piparmyntute og gleðst yfir spilamennsku horfinna tíma, þegar snerilsánd snérist enn um góða mæka, staðsetningu, spilamennsku og rými sem tekið var upp í. Núna byrjaði Hello, I love you með Doors. Maður heyrir auðvitað hvers vegna Stranglers var líkt við þetta band, sérstaklega í meira agressívu lögum Doors, eins og þessu. Keyrslutrommur og bissí bassi. Noh, nú byrjar Eight days a week, það er nú gleðigjafi. Já blogg í beinni um góða stemmningu á Hemma og Valda. Djöfull þarf ég eitthvað að fá að vera með útvarpsþátt, ég veit allt of mikið um tónlist og hef of mikinn áhuga, til að þetta fái bara útrás í bloggum. Tónlist nýtur sín ekki alveg nógu vel í bloggformi....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nights in White Satin er ekki Procol Harum, heldur Moody Blues.
Þú ert líklega að rugla því við A Whiter Shade of Pale með Procol Harum.
Jájájá, auðvitað Moody Blues,svona er að vera ekkert að ritskoða neitt, bara blogg í beinni eins og ég sagði. Já, þetta Moody Blues-lag er stórkostlegt, hitt lagið reyndar líka...
Skrifa ummæli