Leita í þessu bloggi

föstudagur, desember 17, 2010

Dreymdi rétt áðan að ég var að tala við taminn hrafn, og þetta var gæfur og góður hrafn, ekki fullvaxinn en ekki ungi (svona stálpaður unglings-hrafn). Hann hoppaði upp á hendina mína og spurði mig á hrafnamáli hvernig stæði á því að ég gæti krunkað, og þegar hann var að krunka til mín þá bara skildi ég það (svona eins og maður skilur hvað orðin í frönsku þýða). Vandamálið mitt var að reyna að svara honum þannig að hann skildi mig og ég var að reyna að hugsa setninguna "ég hef alltaf kunnað að tala hrafnamál" og krunka á sama tíma svo hann myndi skilja mig, þegar ég vaknaði. Hvað þýðir þetta? Finn ekkert um það á netinu, nema að það að sjá hrafn sé fyrir dauða, en þetta var nú ekki beint þannig draumur...þetta fjallaði fyrst og fremst um mig og hrafnamál. Anyone?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt draumráðningabókinni þinni þýðir það- að heyra í fuglum og skilja mál þeirra- eitthvað gott mun henda. Önnur skýring er að hrafnakrunk sé fyrir hvassviðri.

spritti sagði...

Dauðinn talar til þín.

Nafnlaus sagði...

Þú flytur til Frakklands, fyrr en síðar:) Kristín í París.

Heiða sagði...

Góð ráðning, Kristín! Held þú hafir rétt fyrir þér, fyrr eða síðar geri ég það...