Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, desember 15, 2010
hóhóhó það er vika síðan ég bloggaði, ég er soldill vetrarbjörn í hýði, enda tvær dimmustu vikur ársins að ganga í garð. en síðasta færsla er, samkvæmt talningu blogger, 1000 bloggfærslan mín, sem gerir þessa að 1001. 1001 nótt, það var góð búð á laugaveginum, betri en hókus pókus, að mínu mati. enda var skyldustopp í 1001 nótt og í gramminu í hverri bæjarferð unglingsáranna minna, aðallega til að kaupa barmmerki (hafði oft ekki efni á neinu öðru). en þúveist, reykjavíkurferð með laugavegslabbi, einu keyptu barmmerki (oft david bowie) og kannski stoppi á hressó eða mokka til að kaupa kakó með rjóma (ekki byrjuð að drekka kaffi), var fullkomnum. svo var hægt að setjast á bekk, annað hvort á hlemmi eða á lækjartorgi og horfa á fólk. ég held ég fari að sitja meira á bekkjum á hlemmi, án gríns, það er mjög gaman. byrja á morgun, og ég ætla líka að endurvinna dósir á morgun, fara á bókasafnið, í klippingu, og syngja hellvar-lög í stúdíói. í dag var ég hins vegar í hýði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Dauðinn talar til þín.
Skrifa ummæli