Leita í þessu bloggi

laugardagur, desember 04, 2010

Smá hugleiðing á degi 2 í stúdíói með Hellvar: Það er æðislegt að rokka, æðislegt að skapa og lífið er stórfenglegt! Mér líður eins og ALLT sé í sinki og meiki sens. Nú er verið að taka upp grunn að lagi 6 af 8, eða kannski 9 lögum (fer eftir því hvernig gengur hvort eitt lag verði tekið hér eða látin standa sú útgáfa sem er til), og þessi plata verður alveg mögnuð. Hellvítis Hellvar-mögnuð. Og jésús pétur í allan vetur hvað ég er glöð. Tilfinningin sem ég er með í maga/haus/eyrum/úlnliðum/fótleggjum er eitthvað sem ég mun reyna að muna. Þetta er allavega skjal-fest hér á bloggi til að minna mig á síðar. Skemmtilegast að vera til í stúdíói. Betra en að borða bezta mat í heimi, drekka bezta drykk sem til er og allt. Betra en rússíbani og öll tívolítæki heimsins til saman, and that is the ultimate!

1 ummæli:

Wim Van Hooste sagði...

Can't wait the hear the whole album!