Leita í þessu bloggi

mánudagur, desember 06, 2010

Það voru 3 dagar í hljóðveri í þetta sinn, og útkoman eru 9 grunnar að lögum. Nú á eftir að syngja allt og svo bara alls kyns til viðbótar sem verður alltaf að gera áður en plata kallast plata. Sú mikla mýta, að tónlist sem og aðrar listir séu bara næstum sjálfsprottnar og birtist eftir eitthvað smá dútl og dundur listamannanna, er hér með hrakin aftur til föðurhúsanna. Þrotlausar æfingar Hellvar síðustu mánuði skiluðu sér í því að við gátum náð grunnunum inn "læf", (trommur, bassi og 3 grunngítarar voru spiluð inn á sama tíma í sama herbergi). Þvínæst er tekið eitt skref í einu þar til að lokum við höfum í höndunum nothæft "master-copy", og þá er hægt að fjöldaframleiða geisladisk út frá því. Ég er sannfærð um að þessi diskur sem við erum nú að taka upp eigi eftir að skola okkur langt frá Íslands-ströndum, en galdurinn við alla listsköpun er auðvitað sá að maður veit aldrei hvað neinum finnst nema manni sjálfum. "Bat out of Hellvar", fyrri diskur Hellvar, hefur núþegar breytt lífi ungmenna í Japan og Kína, svo hvað veit maður hvað gerist í þetta sinn? Það eina sem við getum vitað er að okkar lífssýn breytist við að gera þennan disk. Hvert lag verður sinn eigin litli einkaalheimur, og við þurfum að fylla inn í hann allt sem er viðeigandi að þar sé, áður en við sleppum af honum takinu. Næsta skref: Syngja inn í heimana 9.

Engin ummæli: