Leita í þessu bloggi

mánudagur, janúar 03, 2011

Ég sá ansi skemmtilegan hlekk á rímorðavél sem ég ætla nú að nota til að gera fjölskyldu-þulu:

Fjölskylduþula
Heiða
fær afar sjaldan flugleiða
hana þarf ekki'að afvegaleiða
enda er hún alls engin bleyða.
Væri til í að eyða
tíma milli hennar brauðsneiða
býð henni til botnfiskveiða
ef hún fer að gera sig breiða.
Ef ég næ að ger'ana bálreiða
þarf ég hana bar'að dáleiða.
Heiða
Viltu mér endurgreiða?
Ég öllu er búin að eyða
milli fjórhjóladrifsbifreiða
og fjármögnunarleiða.
Framleiða og framreiða
þar til fer að freyða.
Þú ert mín gleiða hraunbreiða
ég götu þína vill greiða
Heiða mín hraðskreiða.
Hvað ertu að hugleiða?
Kringum þig er ei lágdeyða
þar finn ég engan leiða.
Þig ætti að lögleiða,
innleiða til menningarskeiða
þar sem enginn vill þig matreiða.
Og ef þú færð námsleiða
skal ég snögglega til þín skeiða
gera þér vinargreiða
í formi útivistarnámskeiða.
Hér er ofsa-fín ábreiða
ætluð til úthafsveiða.
Æ, þett'er allt ein óreiða!

Elvar
þá sjaldan þegar þú bölvar
þá lokast afgreiðslustöðvar.
Þú ert kominn í forsvar
fyrir fræðslumiðstöðvar
Þínar eftirstöðvar
eru allar einusinnivar
afbar afborganirnar
og nú á leið til Spánar,
eða Rómar eða Rínar
eða Suðursveitar.
Elvar þú ert grandvar
líkt og fiskur hlýsjávar.
Þig heilla jólasöngvar
og kapalsjónvarpsstöðvar.
Tungl- og sólarmyrkvar
og miklar upplýsingar.
Er þetta þitt lokasvar?
Ég veit þú aldrei skrökvar.
Þér leiðast skandínavar
og háværir mávar.
Þú sífellt ný-uppgötvar
stundum jafnvel tvisvar
vinamargur víðasthvar
villtir þínir vöðvar.
Elvar, til Akureyrar
Þjóðsöngnum þú þröngvar
allskyns Ameríkanar
Finnar og Færeyingar
vilja með þér til Grænhöfðaeyjar
Kíkjum til Kollafjarðar,
siglum til Satúrnusar
Vöfrum til Valhallar
etum afbragðsgóðar
máltíðir, afbrigðilegar.
Elvar
fáðu þér þessar franskar
eða kartöflur afrískar
þínir afkomumöguleikar
líkur stjarnfræðilegar.
Allir dagar afmælisdagar
þú leiðindum afneitar
gleðina afritar
og raunveruleikan afruglar
nýtur abstraktlistar
út um afturdyrnar
Þú bifreiðarnar beyglar
en samt færðu alltaf bikar
þínir birkiskógar
baða sólarbjarmar
og dulitlir drullupollar
sem ofaní stappa dvergar
í hornunum einhyrningar
sem fela sig allir einhversstaðar
þínar bestu getgátukenningar
teknar til geymslumeðferðar
gáfur þínar geysimiklar
glæstir þínir gimsteinar

Óliver
ég ætla að gefa þér ferðakver
frekar heldur en galdrakver.
Viltu koma í Gunnuhver?
Hver er á leiðinn'í Húnaver?
Koddu heldur í hljóðver.
Þar bíður okkar Landróver,
sem er svona meðalsver.
Óliver
Þú á fagurt koddaver.
Fallegri en hversemer,
orkumeiri en raforkuver.
Það veit reyndar sérhver
sem komið hefur á Kópasker,
að þú ert alltaf aðalnúmer,
þótt þú sért stundum smá-þver.
gef mér þitt símanúmer,
og passað'að vera allsber
þegar þú hoppar í baðker.
Sætar'en aðalbláber
þitt líf er enginn bömmer.
Óliver
best er þitt blaðsíðunúmer
ást mín til þín er alger
jafnt er þú raular Blindsker
og hljómar sem Helga Möller.
Fáum okkur brómber
og búum svo til brauðger.
Fáðu í te engifer
og spjallaðu svo við þinn father.
Óliver
glóandi eins og glimmer
glettinn eins og grasker
Hefurðu komið til Júpíter?
Leggjum af stað eftir korter.
Knúsin ég á á lager
og mömmukossameter.
Þú ert nokkuð rammger
eins og fjórfalt rúðugler
sprækur eins og sjóher
vinnur mig í snóker.

Engin ummæli: