Leita í þessu bloggi

sunnudagur, janúar 02, 2011

Gleðilegt ár! Ég missti af hinnu frábæru dagsetningu sem var í gær, 1.1.11. Ég missti ekki af deginum samt, bara missti af því að blogga um hann. Verð að bíða til 11.11.11 eftir svona góðu tækifæri næst. Allavega, ég elska nýtt ár, 2011 hefur alla möguleika á því að vera fullt af góðum og skemmtilegum hlutum og tækifærum. Ruddinn sendir frá sér plötu sem ég syng á, Hellvar-inn er að mixa plötu sem var tekin um fyrir jól. Ég þarf að henda út úr mér lokablaðsíðum Masters-ritgerðar á næstum vikum, og svo þarf ég að finna mér vinnu, það er að segja dagvinnu, ég er auðvitað með vinnu sem hættir aldrei, að vera tónlistarmaður er skemmtilegasta og verst borgaðasta vinna sem ég hef haft á ævinni. Maður endar alltaf á því að borga með sér....Það gæti þó breyst á þessu ári. 2011: Veittu mér borgaðar tónlistarvinnur!!! Svo verð ég fertug þann 25. janúar, það verður skrýtið. Er að fara í bláa lónið með Alexöndru og Elvari og Óliver og Rob og Sverri og Aþenu á eftir. Það verður alveg rosa gott. Er illt í bakinu eftir partýstand gamlárskvölds, gufa mun gera mér gott.

1 ummæli:

Kristín í París sagði...

Það er geggjað að verða fertugur. Það var búið að segja mér það og ég staðfesti það hér með. Meiriháttar aldur! Verst að svo verður maður 41 og áfram og áfram. En mér skilst reyndar að það sé líka geggjað að verða fimmtugur, sé maður heill á sál og líkama. Ég stefni á að það verði líka geggjað hjá mér. Gleðilegt árið, góði bloggari (og tónlistarmaður og allt hitt)!