Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, janúar 18, 2011

Það er ægileg bloggleti og slen á mér núna, en ég var líka að fá staðfest að ég er með 2 sýkingar í líkamanum. var búin að vera með verk í öðru eyra um tíma og í gær kom líka pissuverkur, svo ég lét til leiðast og fór til læknis. Ég er nú með blöðrubólgu/þvagfærasýkingu og eyrnabólgu. Báðar sýkingarnar eru mjög svona eitthvað sem hrjáir fólk um átján mánaða aldurinn, og því er líklega hægt að halda því fram að ég sé mjög ung eftir aldri. Síðasta sumar fékk ég líka barkabólgu í fyrsta sinn síðan ég var ungabarn, svo ég hlýt að vera að yngjast aftur. Verst að ritgerð getur ekki unnið sig sjálf og ég, sem á 17 staði efir til að bæta inn neðanmálsgreinum eða beinni tilvitnun, get ekki gert þetta núna. núna get ég ekkert nema legið í sófa og beðið þess að lyfin virki og vonað að ég þurfi ekki strax að fara á klóið, því það er svo sárt. læknakonan sem ég sá í morgun potaði dóti í eyrað til að sjá hvað væri að gerast þar og það var svo sárt að ég gólaði og fór að snökta. heheheh. é'r barn.

Engin ummæli: