Leita í þessu bloggi
mánudagur, mars 14, 2011
Ég hef lengi verið áhugamaður um "bestu blönduna", sem er brauðsneið með allskonar góðu ofaná, helst einhverju ólíku sem maður blandar ekki venjulega. Nú held ég að ég hafi náð þessu: Brauð með rúsínum frá brauðhúsinu í grímsbæ (auðvitað hvíthveitilaust), ristað. Reyktur lax ofaná, svo sneiðar af búra-osti, svo léttsósa með steinselju og graslauk frá salathúsinu. bara þetta. ekki flókið, en þarna bara gerðist eitthvað. feitur ostur, feitur reiktur fiskur, rúsínur í brauði með stökkri ristaðri skorpu og ferskleiki jógúrtsósunnar með graslauknum og steinseljunni. Ég get hætt að leita...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
namm
yahaaaa!
Namminamminamm
eitthvað frekar massívt brauð. t.d. þessi þýsku í heilsuhillunum (má vera ristað) með rjómaosti, ekki verra ef hann er með kryddblöndu, alfa alfa spírum og avacado. Smá sjávarsalt á toppinn... tékkaðu á þessu
hmmm, virkilega spennandi. er að reyna að hugsa bragðið af því þegar alfa alfa og avocado blandast rjómaosti. held ég sé að fíla það...
Skrifa ummæli