Las það einhvers staðar að internetið væri bara bóla, sem myndi springa. Bloggið hefur margoft verið dauðadæmt, og síðustu fréttir herma að facebook muni bara endast í sirka 5 ár í viðbót því japanir séu ekkert of spenntir fyrir þeim vef. Spurt er: Hvað er það sem maður gerir þegar maður fer á netið sem ekki er "hægt" að gera öðruvísi?
Þetta er vitleysisleg spurning, því auðvitað fara bréfasamskipti nútímans fram í gegn um rafpóst, það veit hver heilvita maður og meira að segja mamma mín er farin að skrifa rafpóst. En það er ennþá HÆGT að senda venjulegt sendibréf, og ég fékk einmitt eitt í síðustu viku, það fyrsta á árinu, frá mjög skrítinni þýskri pennavinkonu minni sem hefur örugglega aldrei kveikt á tölvu. Hún sendi mér einmitt ljósmyndir í bréfinu, svona rétt eins og maður sendir myndir í viðhengi í rafpósti. Gaman að því. Jæja hvað svo? Maður fer á facebook, sem er þvæluvefur þar sem allir eru að segja onelænera og vinir að "læka" það. Vissulega er hægt að hringja bara í vini og fá sama fídbakk, en onelænerarnir myndu aldrei komast eins víða og símreikningurinn yrði dýrari...en það er HÆGT, svo mikið er víst. (plús það að meiri hluti þess sem sagt er á facebook þarf enginn og vill enginn vita hvort eð er svo...).
Gott og vel. Það sem ég geri oft á netinu og sonur minn er mér sammmála í því er að fara á jútjúb, og skoða myndbönd. Já, þar er komin spennandi fídus, því sjónvarpið er ekki að sinna sínu hlutverki í myndbandaspilun, eins mikið og vinsældir myndbanda virðast alls ekki vera í rénun. En auðvitað ætti að vera svoleiðis þáttur eða þættir á íslenskum stöðvum, og svo er hægt að fá sér aðgang að VH1 og MTV og það gerði maður auðvitað hér áður fyrr. (ég var með aðgang að fjölvarpinu í lok 10. áratugarins til að geta horft á VH1 og tekið upp á spólur, og líka til að sjá súmóglímuna á Europort, mmmmmm nostalgía). Nú eru öll lög í heimi aðgengileg á jutúb, sem verður að teljast minn uppáhaldsvefur,....en hann gæti misst sig líka ef maður hefði sjónvarpsstöðvar sem tæku hlutverk sitt alvarlega og sinntu menningu sem skyldi.
Svo er það heimabankinn. Jáá, segja flestir, hann er nú alveg nauðsynlegur. Svo finnst mér allavega, og hef notað hann óspart síðan tja 2002/3 eitthvað svoleiðis held ég. Var að hitta vin minn í gær, sem fussaði og sveijaði yfir heimabönkum. Sagði að hann notaði aldrei slíkt (tek fram hann er yngri en ég, ekki gamall maður). Sagðist ekki finna sig í þessu dæmi, notaði þá aldrei. Hann tekur bara út kasj og notar það....jahá, fer í banka semsagt, svona eins og í gamla daga....Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það mjög sjarmerandi ennþá, og gleðst alltaf pínu þegar bankar og pósthús eru á todo-listum mínum.
Næsta sem er vinsælt net-dundur er blogg. Ég hóf að blogga árið 2003, soldið seint en á undan bloggbylgjunni íslensku með tilheyrandi moggabloggum og því öllu. Ég blogga enn á sama stað (hér) enda trúi ég ekki á að skipta reglulega um neitt nema íverustaði. Á alveg föt í 20 ár, og nota enn sama heimasímanúmer og gsmnúmer og ég fékk fyrst, og hjá sama símafyrirtæki líka.
En allavega, blogg er útdautt, nema kannski hjá dagbókarskrifandi og sendibréfasendandi einstaklingum eins og mér. Ég gæti átt dagbók, en ég veit að þá væri ég ekki eins dugleg að skrifa í hana. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það er fídbekkið frá fólki sem les, sem heldur í manni blogglöngun. Ég hef eignast bloggvini, bæði íslenska og erlenda, suma hef ég aldrei séð, aðrir dúkka upp og þá er maður ofsa glaður að sjá hvernig viðkomandi lítur út. Þannig að það lítur út fyrir að blogg sé það fyrsta sem ekki er hægt að gera nema á netinu. Hvað meira gerir fólk á netinu? Leitar heimilda í ritgerðir...Ok, þar er netið að valta yfir allt sem áður var, ég viðurkenni það. Hefði engan veginn, í alvöru, getað gert mastersritgerðina mína á þennan hátt, nema út af netinu. Fólk skrifaði alveg ritgerðir fyrir net en öll heimildavinna fór fram á bókasöfnum og stundum tók það óratíma að panta heimildir milli safna. Man aðeins eftir þessu, en netið var komið á fullt áður en ég fór að gera langar ritgerðir, svo ég get ekki talað af fullkominni reynslu. Samt: Netið hefur bætt þetta mörg hundruð prósent. Niðurstaða: Internetið er til að blogga og finna heimildir í heimildaritgerðir. Allt anna er hægt að gera á annan hátt.
5 ummæli:
góðan daginn langa bloggfærsla.....heheh.
og hverju orði sannara verð ég að segja.
It is almost getting hard to remember life before blogging. I think of the dozens of people who I've interacted with all around the world, add the thousands I've read, it's unbelievable! Blogging is different than FB, in that one has to really express oneself to be read. My literacy has gone up 1000%.
I just read my blog translated to english, to get the sense of how you must read it. It is amazing how much of its meaning actually comes through, even if some expressions might get lost. I like the icelandic expression "að dúkka upp" which means to show up unexpected but is translated by google with "to doll up". Dúkka is a doll so they are not entirely wrong. This is somehow really beautiful. "He dolled up in front of my house, and I was all exited to see him...."
"I might doll up at the gig tonight"
My reasoning leads to the final conclusion: The internet is to blog on and find sources for long essays, anything else you can do differently....
The Japanese bloggers I read in translation seem to be writing the most beautiful, ethereal poetry!
Skrifa ummæli