Leita í þessu bloggi

laugardagur, apríl 23, 2011

Það er bloggað á hlaupum, enda allt að gerast og það mikið af því. Fórum á Snæfellsnes á mið (sáum helga og hljóðfæraleikaranna, snillingar), keyrðum á Ísafjörð á skírdag, ferðin greið, við glöð. Föstudagurinn langi var ekkert sérlega lengi að líða, og gönguferð um ísafjörð í gærmorgunn var gleðilegri en ég gat ímyndað mér. Gærkvöld, á Aldreifórégsuður, sáum Sóley, Prinspóló og Valdimar. Heim í osta og smá rauðvínsdreiti. Sofnaði fyrir miðnætti, eins og á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Gönguför fjölskyldunnar um stræti Ísafjarðar í morgun var full af ævintýrum, og nú erum við á leið í sánu í Bolungarvík með sætum feðgum. Meiri ævintýr!

1 ummæli:

Lissy sagði...

Flott að hugsa um það, vör gönguferð!