Hér er allt um Reykjavík Musik Mess sem byrjar í kvöld. Ekki það að þetta hafi ekki fengið prýðilega umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið en aldrei er góð skvísa of oft riðin...eða eitthvað svoleiðis. I dare you, komiði á þessa gleðihátíð, með alveg kleeeeeeeeeeekkkuðu lænöppi:
http://reykjavikmusicmess.com/
Hellvar spilar á laugardagskvöld klukkan níu, í Norrænahúsinu. Æfðum áðan úti í Höfnum. Það var 5 metra há ölduhæð, og við fórum öll saman fyrir æfinguna og skoðuðum öldurnar niðri við bryggju, eins og túristar, ja þ.e.a.s. öll nema Óli. Hann hefur búið í Höfnum og séð þetta allt. Stundum verður ölduhæðin 8-9 metrar, sagði hann. Hafnir eru skrýtnasta pleis á Íslandi, og HAM gerði lag um bæinn, og nú æfir Hellvar þar. Tja, ég sver ég hefði ekki getað kokkað upp eins skemmtilegan hlut sjálf, þetta eru örlögin að verki, ég er að segja ykkur það.
Nú tekur föstudagsflipp við, og svo alveg þráðbeint á ská upp í Norræna hús þar sem Prinspóló byrjar að spila klukkan korter yfir átta samkvæmt þessari dagskrá:
http://reykjavikmusicmess.com/img/RMM_Web_Schedule_8.4.jpg
Núna hefurðu ENGA afsökun fyrir því að koma ekki, þú getur alla vega ekki sagt að ég hafi ekki sagt þér frá þessu.
Norrænahúsið og Nasa um helgina. Sjáumst þar og þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli