Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, apríl 05, 2011
Sit á Súfistanum fyrir ofan Mál og Menningu á laugavegi og verð að viðurkenna að það er gott að vera á kaffihúsi á netinu. Síðan við fengum net heima hef ég vanrækt kaffihúsaferðir því maður getur bloggað, lesið og svarað pósti og gert þessar helstu nauðsynjar heima. Letiblóð mitt hefur greinilega reiknað dæmið út og fengið út að kaffihús krefðist hreifingar og hún væri öþörf. Gleymdi að biðja um soja-latte og fékk því venjulega mjólk útí, eflaust þá fyrstu í ár eða svo. Er ekkert að fá í magann neitt, en rosalega er kúamjólk vond eitthvað á miðað við sojamjólkina...skýtið hvað siðir og venjur manns geta gjörbreyst. Það er nóg að gera hér, setið á öllum borðum og ég er svo heppin að hafa náð borði við gluggann (nauðsynlegt) því þá getur maður svona aðeins tékkað á umferðinni á Laugavegi þegar maður er ekki að skoða netið. Svo er náttúrulega rúsínan í sojapylsuendanum: Öll tímaritin sem hægt er að næla sér í úr búðinni niðri og lesa sér að kostnaðarlausu. Það hefur náttúrulega engin heilvita manneskja tök á að kaupa sér breskt glanstímarit á 1900 kall, og maður les það líka bara einu sinni, ja eða ég geri það allavega. Hef samt búið mér til hefð að kaupa alltaf eitt tískublað til að lesa í flugvél þegar ég fer til útlanda. Það er góð hefð, eitthvað svona auka að láta sig hlakka til þegar maður situr í flugvél. Stundum eru öll tískublöðin of heiladauð (lesist: ekkert persónuleikapróf sem höfðar til mín auglýst á forsíðu) og þá hef ég keypt músikblað í staðin. Stundum er fínt að lesa Q, en mér fannst það nú ekkert spes þegar ég tékkaði á því um daginn. Minnir að Wire sé frekar skemmtilegt og það fylgdi allavega einu sinni stundum með því diskur með "upcoming" böndum. Leiðbeinandi minn fyrir ritgerð sagði mér að prófdómari hefði nú ritgerð mína undir höndum og væri að lesa hana yfir. Svo þurfum við að hittast og þá verð ég grilluð á teini yfir hægum eldi heimspekinnar. Sem er hið besta mál, þar sem ég held að ég hafi aldrei átt í vandræðum með að tala. Í gær svaf ég frá átta um kvöldið til ellefu, vaknaði þá og vakti til um tvö og sofnaði svo aftur og svaf til átta. Fór á fætur og naut morgunstundar með fjölskyldunni og svo fóru þeir í vinnu og skóla og ég skreyddist upp í rúm og svaf frá svona tíu til hálf-tólf. Núna er ég syfjuð....Hvað er í gangi? Reyndar er fóturinn að bögga mig og ég finn ekki til þegar ég er sofandi svo líkaminn sækir í verkjalaust ástand....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
"...and then I grilled on skewers over a slow fire of philosophy."
Whether it is your phrase, an Icelandic idiom, or Google translate- that is absolutely brilliant!
"...and then I will be grilled on skewers over the slow fire of philosophy". Actually it is what will happen to me when I meet with the judge who has my Masters-theses and is reading over it now. I am prepared for it.
Skrifa ummæli