Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, maí 24, 2011

ég er ekki bara að breytast í búddista, heldur líka í a-manneskju. ég vakna útsofin klukkan átta á morgnanna, að því gefnu að ég sé örugglega sofnuð fyrir miðnætti, helst klukkan ellefu. já, ég er 9-tíma-svefns-manneskja, og verð að sætta mið við það. ef ég fer að sofa klukkan 2 am (sem mér finnst reyndar afar sjarmerandi tími sólarhrings) þá er ég ekki útsofin fyrr en í fyrsta lagi klukkan tíu, og nær ellefu. bara barn. svo fór ég í sjoppu í gær og fékk mér pylsu með öllu nema pylsunni (brauð með öllu) og maðurinn í sjoppunni sagði að síðasti viðskiptavinur sem hefði fengið sér svona hefði verið undir tveggja ára...kids stuff! það er ég. brennandi spurning dagsins: ætli verði flogið til spánar á fimmtudag?

3 ummæli:

Sif sagði...

Ég borðaði pulsu með öllu nema pulsu í meira en ár, fannst ég bara nokkuð fullorðins.

Heiða sagði...

Það er mjög fullorðins að borða pulsu með öllu nema pulsu í meira en ár....Þetta var mín fyrsta á þessu ári...

spritti sagði...

Það er bara skemmtilegra að vera B týpa