Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, maí 11, 2011

http://www.youtube.com/watch?v=BVd0rMyUTU8
Þetta lag er svo ótrúlega flott, og sérstaklega á frummálinu, albönsku. Hún er meiriháttar söngkona og þetta lag er miklu miklu betra en krútt-lagið frá sviss og (sorry to say it) okkar kæra íslenska lag. Ég er eflaust í miklum minnihluta í dag, eins og svo oft áður, en ég hélt virkilega með þessari gellu. Nettur bond-fílingur í viðlaginu og hún er bara með frábæra rödd! Hins vegar komst annað lag sem ég held upp á áfram og það er Tron-rokkið frá Georgíu:

Búningarnir eru eins og úr Tron-myndinni, en söngkonan hljómar eins og "female James Hetfield" og svo er karl að rappa á georgísku (rússnesku?). Eigiði góðan dag!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Feel the passion er flott á YouTube
en albanska útgáfan hljómar mjög illa- eins og sé verið að spila scramblað símtal í forgrunni.
Pa

Heiða sagði...

nei, linkurinn sem ég er með hérna fyrst er alveg mjög flottur, ekkert að sándinu. albanska útgáfan er einmitt mun betri en sú enska frá því í gær. ekkert scramblað símtal....er ekki bara eitthvað að óverlóda hjá þér pápi minn? ;-)