Leita í þessu bloggi

mánudagur, maí 16, 2011

Jæja, nú veit ég það sem skiptir máli við að skilja mig. Ég er með kenningu: Allir vita að höfuðkúpubein barna eru mýkri (til að komast út við fæðingu) og þau harðna ekki fyllilega fyrr en við kynþroska, á unglingsárunum. Til er fólk sem heldur því fram að þegar höfuðkúpan er fyllilega hörð og hvergi lengur mjúk svæði, þá njóti heilinn ekki lengur sama blóðflæðis og hann gerði fyrr, því aðdráttarafl jarðar togi blóðið niður og hörð höfuðkúpan komi í veg fyrir að þrýstingur blóðsins sé jafn um allan heila, líka uppi í toppi. Þetta fólk framkvæmir aðgerðir sem á ensku kallast "Trepanation", hér má lesa allt um þær. Allavega, semsagt ég er að lesa Heidegger á bókasafninu, og er eitthvað að nudda á mér höfuðið til að einbeita mér og slaka á, og þá bara finn ég eins og línu sem fer frá hægra gagnauganu mínu og langt uppeftir höfuðkúpu, þar sem hún hverfur. Vinstra megin er ekki samskonar lína (eða ætti ég að segja nokkurs konar gjá eða op milli tveggja hluta af höfuðkúpunni?). Ég veit ekki til þess að ég hafi farið í lóbótamíu (en það er ekki að marka...ég myndi kannski einmitt ekki muna það), svo mér er alls ókunnugt um það hvers vegna þessi gjá er þarna, og hvort hún hafi yfir höfuð (no pun intended) alltaf verið þarna, eða hvort hún er nýtilkomin.
Kenning mín er þó sú, að vegna hennar sé ég ekki fyllilega fullorðin, því ég hafi ennþá allt það blóðflæði í heilanum sem barn hefur venjulega, og ÞAÐ útskýrir ansi margt í mínum karakter. Svo er önnur pæling: Bara hægra megin og ekki vinstra megin? Hvernig var þetta með hægra og vinstra heilahvelið, hvort stjórnaði listrænunni og hvort rökhugsuninni? Var það heimspekin sem sprengdi á mér hægri hlið höfuðkúpunnar eða var það tónlistin? Er einhver með svör???

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6373
Kristín í París.

Heiða sagði...

ókei, samkvæmt þettu er nótnaskrift meira í hægra heilahveli, hlustun í því vinstra...

spritti sagði...

Uhhh semsagt höfuðkúpubein harðnar ekki almenilega fyrr en fólk byrjar að uppgötva gredduna í sjálfu sér. Við það verður svo mikill þrýstingur á allt heilabúið og alla starfsemi heilans út af allri hinni nýju uppgötvun sem greddan er að kúpan fer að verja höfðuðið með því að herða kúpubeinið því að heilinn eða höfuðið allt gæti hreinlega sprungið úr greddu. Þetta er mín kenning.

Heiða sagði...

ert'að segja að ég sé kynköld?hahhahahahhahhaahhhahahhahahahahhhahahahahahahahhahahahahahah!