Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, maí 03, 2011

Í kvöld er ég að spila á mínu fyrsta trúbadoragiggi í heillangan tíma. Það er á Rósenberg og byrjar stundvíslega klukkan 9. Fyrst spila ég mitt, svo spilar Maggi Eiríks sitt og svo syng ég lög eftir hann og hann lög eftir mig. Þetta verður svo gaman, það er ekki spurning. En úti er appelsínugul birta og hún kemur af einhverju heitu, hnöttóttu fyrirbæri sem ég man ekki lengur hvað heitir. Alls ekki óþægilegt að liggja úti með lokuð augun og láta þetta fyrirbæri ylja sér aðeins. Veit einhver eitthvað um þetta?

Engin ummæli: