Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, júlí 19, 2011

Harry Potter hefur nú verið borinn saman í tví- og þrívídd af mér. Ég tel mig ekki vera sérlegan áhugamann um þrívíddarbíó, en fannst reyndar Avatar helvíti góð í þrívídd, og fannst manni maður vera að fá eitthvað aukreitis út úr upplifuninni. Það sama er varla hægt að segja um Potter og félaga. Myndin er á allan hátt drungaleg enda er efnið alls ekki neitt gamansamt. Harry, Ron og Hermione eru því mun meira sannfærandi í gömlu góðu tvívíddinni. Ég sat reyndar frekar framarlega á þeirri sýningu og upplausn bíótjaldsins gerði upplifunina því mjög "muddy" en það jók kannski bara á óhugnaðinn. Þannig að: Tvívídd: kúl, þrívídd: prump, Bókin: best!
Svo eru núna 2 dagar í að við förum til BNA og verðum í mánuð. Það er nú soldið skemmtilegt. Ég á reyndar eftir að þrífa íbúðina, pakka niður, þvo bílinn, prómótera soldið plötu, setja í nokkrar vélar og fara í klippingu....en hey, 2 dagar.....hahahhahahahahahah. Platan okkar, Stop that noise, er rétt ókomin og lagið "I should be cool" er næsta smáskífulag af henni. Hér er fhttp://www.blogger.com/img/blank.gifréttatilkynning og upplýsingar um giggin á ensku:

Hellvar is just releasing their new album Stop that Noise and is
touring New York in the end of July - Beginning of August.

July 27th @ Hudson Water music concert Series - Hudson, NY.
July 28th @ The Drowned Monkey - Cunning NY
July 29th @ Spotty Dog (acoustic gig) - Hudson, NY.
July 30th @ Peint 'o Grwr - Chatham, NY
August 3rd @ Goodbye Blue Monday, Brooklyn, NY.


Hellvar - I should be cool
http://www.youtube.com/watch?v=SeAdeu_Bf3Q

Engin ummæli: