Leita í þessu bloggi

laugardagur, júlí 16, 2011

Vá, ég hef ekki bloggað í meira en 2 vikur. Það er sökum anna. Lög ferða hafa hugtekið mig. Flug Eistna og fleirra. Var að sjá Harry Potter. Get ekki beðið að sjá hana aftur. Hef ekki orð til að lýsa henni. 3D er rusl samt. Fer aftur í bara venjulegt bíó, sem nú er kallað 2D því það er komið eitthvað hærra. Það að lesa venjulegar bækur er þá líka 2D lestur, með tilkomu Kindle og rafrænum útgáfum í I-pad og allt það. Ég er 2D-manneskja. Ég þarf ekki þriðju víddina búna til fyrir mig, því ég er sjálf í þrívídd og því verður þrívíddin til í huga mér. Þarf að sjá H.P. strax aftur, helst án hlés. Ætli það sé hægt að skora á Bíó Paradís að hafa hana hlélausa fyrir fólk sem lítur ekki á bíóferðir sem afsökun til að úða í sig sætindum?
Síjúleiteraligeiter.

Engin ummæli: