Leita í þessu bloggi

laugardagur, júlí 30, 2011

Jæja börnin góð, þá er komið að því. Örlítið fréttabréf með því helsta sem á daga okkar hefur drifið í ameríku.
Við flugum til Boston og bílaleigubílar voru uppseldir svo við redduðum hóteli eina nótt. Lestarferð daginn eftir frá Boston til Hudson, og þá var vöruflutningalest að fara um sem lestin okkar þurfti að bíða eftir. Lestarferðin okkar var því 6 og hálfur tími fyrir 255 kílómetra leið. Mér skilst að lestarkerfið sé í lamasessi...einkavæðingin hefur rústað því. Borðuðum á Daba á fimmtudag í síðustu viku. Tjilluðum endalaust mikið á föstudag, og svo komu sverrir og óli á laugardag. við æfðum á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Á þriðjudagskvöldinu fórum við í útvarpsviðtal hjá mjög skemmtilegum náunga sem heitir Daniel Seward sem fer fyrir tilraunahljómsveitinni Bunnybrains og rekur plötubúðina John Doe Records. Við spiluðum nokkur lög þar og svo voru tónleikar niðri við ánna á miðvikudagskvöld. Ég og Óliver erum líka búin að fara einu sinni að synda í vatni rétt hjá, og þar sáum við frosk! Svo voru órafmagnaðir tónleikar á Spotty Dog á föstudagskvöld, í gærkvöld sem sagt. Þeim var útvarpað í beinni og hægt er að hlusta hér:

http://archive.free103point9.org/2011/07/Hellvar_SpottyDog_20110729.mp3

Ég var ekki alveg að átta mig á því að þetta væri læf, hélt að það ætti bara að taka tónleikana upp og spila seinna, og því segi ég nú víst bæði "shit" og "fuck" þarna einhvers staðar. Hressandi, en þar sem þetta er lítil lókal-stöð rekin af vinahópi, fremur en eitthvað stórt batterí á ég líklega ekki yfir höfði mér lögsókn....
Í dag ætla ég að tjilla og svo spilum við á tónleikum í kvöld í Chatham á stað sem heitir Peint o'grwr, og er með rótarbjór á krana! Rótarbjórinn mun því renna ljúft ofaní mallakútinn minn í kvöld. Já, svo er Farmer's market hér ofan í götunni á laugardögum og ég ætla að kíkja aðeins þangað og kaupa grænmeti og ávexti og brauð. Síjúleiter alligeiter.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vorum að hlusta á órafmögnuðu tónleikana ykkar áðan. Stórskemmtilegt, æðislegt! Gott að allt gengur vel, en hitinn hjá ykkur er ansi mikill ( 29 og sól í dag ). Munið eftir sólarvörninni :)
p & m