Leita í þessu bloggi
mánudagur, ágúst 29, 2011
Það er ekki laust við að það sé bara stórfínt að vera komin heim á Bergstaðastræti. Ferðabakterían mín er svo sannarlega fullnægð og til í að leggjast í dvala fram á næsta ár. Þar er þó ekki þar með sagt að ég leggist í neinn dvala, enda er mastersvörn á dagskrá einhvern tíma á næstunni, spilerí m. Hellvar á föstudaginn 2. sept í keflavík,Ljósanótt í kef. allan laugardaginn 3. sept, með tilheyrandi tækjum og blöðrum og kandíflosi og yndislegum Óliver sem geislar í mannfjölda eins og móðir sín. Svo er það að kynna plötu eins og maníusjúklingur, plötuna "Stop that noise" sem gæti rétt eins dottið inn í lok þessarar viku, ef vindar eru hagstæðir. Annars er það næsta vika. Við þurfum að koma henni að, og ef einhver sem les þetta telur sig geta hjálpað til með það, með einum eða öðrum hætti, þá er það vel þegið. Hellvar spilar í öllum stærri og minni samkundum, rafmagnað eða órafmagnað, og getum jafnvel verið með töfrabrögð milli laga ef farið er fram á. Jájá, ókey, það þarf að kynna þennan disk og hljómsveitina Hellvar, svoleiðis er það bara. Svo er ég líklega að fá fína vinnu í nokkra tíma á dag, meira um það síðar, er það skýrist. Svakalega er margt að gerast og til að toppa allt, yndislegt hjól mitt sem beið þolinmótt eftir mér á meðan ég var í BNA að spila, er viljugt til hjólatúra og geislar af gleði, enda hef ég hjólað eitthvað alla daga nema einn, eftir að ég kom heim.
miðvikudagur, ágúst 24, 2011
Komin til Íslands, ekki samt alla leið heldur hálfa, þ.e.a.s. til Keflavíkur. Búin að sofa og fara í sund og gufu í dag. Jú, og horfa á tvo þætti af Andri á flandri, sem er nokkuð skemmtilegt bara. Þar sem ég svaf frá 9 í morgun til 4 í dag þarf ég að taka á honum stóra mínum til að sofna á eftir. Vona að það verði fyrir 3am því þá er ég góð í að vakna svona kannski um 10-leytið. Viktaði mig í sundi: Tvö og hálft kíló í plús frá ameríku, og samt borðaði ég ekkert nammi eða kjöt. Drakk hins vegar mikið af rótarbjór og alls kyns sætu gosi, já og borðaði hvítt hveiti þar sem það er stundum ómögulegt að fá nokkuð annað en pizzasneiðar eða annað jukk, þegar maður er á vegum úti. Uppgötvanir ferðarinnar: Toronto, Guave-ávöxturinn, Vihno verde (portúgalskt ferskt vín), Roberta Flack, Kanadíska ríkisútvarpið, http://www.cbc.ca/, líka frans/kanadíska stöðin Espace Musique: http://www.radio-canada.ca/espace_musique/. Enduruppgötvaði kynni mín við hina frábæru Hudson-borg og alla vini mína þar, og fór einnig allt of stutta ferð til stóra eplisins, og gisti þar í Nolita-hverfinu sem er á milli Little italy og No-ho. Ég hefði ekkert á móti því að búa á Manhattan, eða í Brooklyn, en Toronto kemur einnig mjög sterk inn sem stórborg sem er samt manneskjuleg og fjölskylduvæn. Þú finnur það sem þú vilt, en getur auðveldlega bara tjillað og gert haft það gott með fjölskyldunni. Ég er með smá Toronto-dellu núna.
Uppgötvun heimkomunnar: Hvað það er gott að fara í sund og gufu og hve ég saknaði þess mikið. Og hvað ég hlakka til að fara út að hjóla...mmm.
Uppgötvun heimkomunnar: Hvað það er gott að fara í sund og gufu og hve ég saknaði þess mikið. Og hvað ég hlakka til að fara út að hjóla...mmm.
sunnudagur, ágúst 21, 2011
Hudson, sweet Hudson. Eftir að hafa keyrt að nóttu til á þjóðvegum bandaríkjanna og stoppað á truckstoppum á miðnætti, finnst mér ég geta allt. Þreytt en kát. Á leið út að borða á Daba, kveðjumatur þar, því það er lokað á sunnudögum og á mánudagsmorgunn förum við. Fáum far til Albany og tökum Greyhound-rútu til Boston. Eins og segir í Billy Joel-laginu New York state of mind: "I'm taking a Greyhound, on the Hudson river line".
Adios!
Adios!
miðvikudagur, ágúst 17, 2011
Sit á kaffihúsi í Toronto og blogga. Pabbi minn vakti mig hér áðan klukkan hálf-ellefu á lókaltíma, (já, sumarfrí geta verið einmitt um það að sofa þar til maður vaknar, sérstaklega ef maður er 9 ára að verða 10, og elskar að sofa), og pabbi minnti mig á yfirvofandi upplýsingaþyrrð ef ekkert væri bloggað. Það kláraðist svona 800 króna inneign á hálfri mínútu, svo ég held að pabbi hafi hárrétt fyrir sér, og pabbi minn, ég var alveg búin að sofa nóg, engar áhyggjur ;-)
Það sem hefur á daga okkar drifið síðustu vikuna eða svo er svo yfirdrifið mikið að ég veit vart hvar skal byrja. Song vinkona okkar og maður hennar Cameron komu til Hudson þann 11. ágúst, í tæka tíð til að sjá okkur spila á Ruby's í smábænum Freehold. Hún var í skóla rétt þar hjá og þekkir því alls kyns falin vötn og læki þar sem hægt er að baða sig. Ég og Elvar og Óliver nutum góðs af því og böðuðum okkur tvisvar úti í náttúrunni. Svo keyrðum við til Rhineback, einn smábær í upsteitinu, röltum um og tókum myndir og keyrðum á eldgamlan diner og alls kyns. Við ákváðum að taka ekki bílaleigubíl fyrr en á mánudaginn 15. ágúst, og vorum því í Hudson á laugardag síðasta, en þá var verið að halda Hudson music fest í fyrsta sinn (annað festival en Hudson River Front sem Rob er búinn að sjá um í nokkur ár). Þetta er fullt af litlum sviðum sem er dreift um allan bæ, og lókal jafnt sem aðkomutónlistarmenn að spila í görðum og á torgum, jafnvel búið að setja upp svið á einum róluvelli! (það væri góð hugmyndfyrir ísland, að spila á róluvöllum, foreldrar að hlusta og börnin að leika sér, og svo snýst það kannski við, börnin hlusta og foreldrarnir fara að róla). Við tókum svo bíl á leigu á mánudag og keyrðum fyrst upp til Rochester, þar sem tívolígarðurinn Seabreeze er. Þangað keyrðum við eftir gps-tæki, sem var snilld, komum þangað um 4-leytið og vorum til ca. 9, sem sagt. Keyrðum þá á hótel sem heitir "Super 8", hótel sem ég hafði fundið adressuna á online, en ekki getað bókað á síðunni þeirra, því formið viðurkenndi ekki að það væri til land sem heitir Iceland. Við bara treystum á að það væru herbergi, enda leit þetta út fyrir að vera "in the middle of nowhere" og meira svona mótel en fancy, (nóttin fyrir okkur 3 kostaði 70 dollara með inniföldum morgunmat). Þetta gekk glimrandi, enda mánudagskvöld og svona, og það fyndna er: Við vorum bara komin inn í eina bygginguna upp á velli. Gengum beint inn á Keilissvæðið, sem er í úthverfi bæjarins Rochester! Svona er heimurinn lítill. Þar sváfum við vel og sofnuðum yfir 60 sjónvarpsstöðum (fyrsta sjónvarp sem við horfum á í usa þetta skiptið) og vöknuðum hress um 9. Eftir morgunmat var adressa Birkis í Toronto, Kanada slegin inn í gps-tækið og eins og hendi væri veifað vorum við á leið til Kanada. (Þess má geta að Rochester-úthverfið lítur í dagsbirtu út eins og iðnaðarhverfið í Hafnarfirði, þarna hinum megin við götuna frá KFC). Já, við keyrðum og stoppuðum á "service-aria" á Interstate-inu, þar sem pizzusneiðarnar bragðast allar eins, sama frá hverjum þær eru. Óliver stóð sig eins og sú ofurhetja sem hann er, enda var hann vel birgður af nýjasta æðinu, "Comic books" sem hann les á ensku eins og að drekka vatn. Hvílíkur snillingur! Hann var líka vel sáttur við tívolí dagsins áður, svo þetta var í lagi. Lékum okkur að því að keyra þennan sparneytna smábíl (Hyundai Accent, svipaður að stærð og Corolan okkar). Keyrðum bæði, og ég sat meira að segja við stýrið þegar við fórum yfir landamærin til Kanada, þannig að nú hef ég keyrt á milli landa sjálf við stýrið. Kanadísku landamæraverðirnir voru yndislegir og sáu að við vorum bara fyrirmyndafjölskylda í fríi, og því fórum við í gegn eftir bara 3 eða 4 spurningar og okkur bara óskað góðrar skemmtunar í Kanada. Það er víst margra klukkustunda prósess að komast til baka til Bandaríkjanna, samt, við gerum bara ráð fyrir rúmum tíma í það. Svo hér sit ég, í Toronto, á kaffihúsi sem serveraði rosalegan tvöfaldan soya-latte, þann besta sem ég hef fengið í allri ferðinni. Toronto er tvímælalaust falleg og spennandi stórborg, og hefur svona "það er allt hérna" tilfinninguna sem ég fæ í New York-borg. Verðum hér í dag, og eigum jafnvel að taka upp eitt eða tvö lög fyrir einhverja tónlistarsíðu sem Birkir er að vinna fyrir einhvern tíma í kvöld. veit því miður ekkert um þetta, þær upplýsingar eru ekki komnar, ég bara mæti ef af þessu verður. Svo er markaður sem við ætlum á, Kensington-market heitir hann. Svo er strönd, og little portugal og little japan og little italy og china og ég veit ekki hvað og hvað. Little iceland er samankomið í húsinu sem Birkir býr í, en þar búa nokkur eintök. Ætlum að koma við í Buffalo og Niagara Falls á leið heim á fimmtudag eða föstudag. Það er tívolígarðurinn Martins Fantasy Island sem á hug okkar allan, og ef við höfum tíma kíkjum við kannski á fossinn líka. Annars erum við nýbúin að sjá Dettifoss og hann var nokkuð impressive bara. Allt er í hinu besta lagi. Ástarkveðjur til ykkar, elsku foreldrar, og til ykkar hinna sem nenntu að lesa allan þennan texta!
Það sem hefur á daga okkar drifið síðustu vikuna eða svo er svo yfirdrifið mikið að ég veit vart hvar skal byrja. Song vinkona okkar og maður hennar Cameron komu til Hudson þann 11. ágúst, í tæka tíð til að sjá okkur spila á Ruby's í smábænum Freehold. Hún var í skóla rétt þar hjá og þekkir því alls kyns falin vötn og læki þar sem hægt er að baða sig. Ég og Elvar og Óliver nutum góðs af því og böðuðum okkur tvisvar úti í náttúrunni. Svo keyrðum við til Rhineback, einn smábær í upsteitinu, röltum um og tókum myndir og keyrðum á eldgamlan diner og alls kyns. Við ákváðum að taka ekki bílaleigubíl fyrr en á mánudaginn 15. ágúst, og vorum því í Hudson á laugardag síðasta, en þá var verið að halda Hudson music fest í fyrsta sinn (annað festival en Hudson River Front sem Rob er búinn að sjá um í nokkur ár). Þetta er fullt af litlum sviðum sem er dreift um allan bæ, og lókal jafnt sem aðkomutónlistarmenn að spila í görðum og á torgum, jafnvel búið að setja upp svið á einum róluvelli! (það væri góð hugmyndfyrir ísland, að spila á róluvöllum, foreldrar að hlusta og börnin að leika sér, og svo snýst það kannski við, börnin hlusta og foreldrarnir fara að róla). Við tókum svo bíl á leigu á mánudag og keyrðum fyrst upp til Rochester, þar sem tívolígarðurinn Seabreeze er. Þangað keyrðum við eftir gps-tæki, sem var snilld, komum þangað um 4-leytið og vorum til ca. 9, sem sagt. Keyrðum þá á hótel sem heitir "Super 8", hótel sem ég hafði fundið adressuna á online, en ekki getað bókað á síðunni þeirra, því formið viðurkenndi ekki að það væri til land sem heitir Iceland. Við bara treystum á að það væru herbergi, enda leit þetta út fyrir að vera "in the middle of nowhere" og meira svona mótel en fancy, (nóttin fyrir okkur 3 kostaði 70 dollara með inniföldum morgunmat). Þetta gekk glimrandi, enda mánudagskvöld og svona, og það fyndna er: Við vorum bara komin inn í eina bygginguna upp á velli. Gengum beint inn á Keilissvæðið, sem er í úthverfi bæjarins Rochester! Svona er heimurinn lítill. Þar sváfum við vel og sofnuðum yfir 60 sjónvarpsstöðum (fyrsta sjónvarp sem við horfum á í usa þetta skiptið) og vöknuðum hress um 9. Eftir morgunmat var adressa Birkis í Toronto, Kanada slegin inn í gps-tækið og eins og hendi væri veifað vorum við á leið til Kanada. (Þess má geta að Rochester-úthverfið lítur í dagsbirtu út eins og iðnaðarhverfið í Hafnarfirði, þarna hinum megin við götuna frá KFC). Já, við keyrðum og stoppuðum á "service-aria" á Interstate-inu, þar sem pizzusneiðarnar bragðast allar eins, sama frá hverjum þær eru. Óliver stóð sig eins og sú ofurhetja sem hann er, enda var hann vel birgður af nýjasta æðinu, "Comic books" sem hann les á ensku eins og að drekka vatn. Hvílíkur snillingur! Hann var líka vel sáttur við tívolí dagsins áður, svo þetta var í lagi. Lékum okkur að því að keyra þennan sparneytna smábíl (Hyundai Accent, svipaður að stærð og Corolan okkar). Keyrðum bæði, og ég sat meira að segja við stýrið þegar við fórum yfir landamærin til Kanada, þannig að nú hef ég keyrt á milli landa sjálf við stýrið. Kanadísku landamæraverðirnir voru yndislegir og sáu að við vorum bara fyrirmyndafjölskylda í fríi, og því fórum við í gegn eftir bara 3 eða 4 spurningar og okkur bara óskað góðrar skemmtunar í Kanada. Það er víst margra klukkustunda prósess að komast til baka til Bandaríkjanna, samt, við gerum bara ráð fyrir rúmum tíma í það. Svo hér sit ég, í Toronto, á kaffihúsi sem serveraði rosalegan tvöfaldan soya-latte, þann besta sem ég hef fengið í allri ferðinni. Toronto er tvímælalaust falleg og spennandi stórborg, og hefur svona "það er allt hérna" tilfinninguna sem ég fæ í New York-borg. Verðum hér í dag, og eigum jafnvel að taka upp eitt eða tvö lög fyrir einhverja tónlistarsíðu sem Birkir er að vinna fyrir einhvern tíma í kvöld. veit því miður ekkert um þetta, þær upplýsingar eru ekki komnar, ég bara mæti ef af þessu verður. Svo er markaður sem við ætlum á, Kensington-market heitir hann. Svo er strönd, og little portugal og little japan og little italy og china og ég veit ekki hvað og hvað. Little iceland er samankomið í húsinu sem Birkir býr í, en þar búa nokkur eintök. Ætlum að koma við í Buffalo og Niagara Falls á leið heim á fimmtudag eða föstudag. Það er tívolígarðurinn Martins Fantasy Island sem á hug okkar allan, og ef við höfum tíma kíkjum við kannski á fossinn líka. Annars erum við nýbúin að sjá Dettifoss og hann var nokkuð impressive bara. Allt er í hinu besta lagi. Ástarkveðjur til ykkar, elsku foreldrar, og til ykkar hinna sem nenntu að lesa allan þennan texta!
fimmtudagur, ágúst 11, 2011
Er að fara að hitta vinkonu, Song, á morgun. Hún kemur og ætlar að hanga í nokkra daga og fara með okkur um svæðin sem hún þekkir hér um slóðir. Spilum á stað sem heitir Ruby's í bænum Freehold annað kvöld. Ætlum svo bara að tjilla. Það er annars að frétta að ég fór í mína fyrstu fótsnyrtingu /padicure í fyrradag. Ótrúlega gaman, sat í nuddstól og svo voru borin á mig 4 krem og nuddað og endað á að naglalakka. Dekur fyrir allan peninginn (30 dali). Dreypi á guðaveigunum rótarbjór þegar ég kemst í eitthvað almennilegt, nenni ekki A&W sem er til alls staðar. Einn í kæli núna sem ég keypti í pakistananæturbúllu fyrr í kvöld, kem með komment á morgun. Er öll út í moskítóflugubitum á neðanverðum fótleggjum og sjálfum fótunum. Þær bíta bara þar, því ég er með armband á hægri handlegg sem virðist virka, ætti að eiga annað til að hafa á fótleggnum. Það er lyktin sem armbandið gefur frá sér sem flugurnar hata, en þær eru greinilega ekki of lyktnæmar, ná alveg að njóta þess að sjúga mitt unaðslega blóð þegar þær eru langt frá hendinni sem ber armbandið. Erum að spá í að leigja bíl og keyra upp til Toronto á sunnudag, með viðkomu í tívolígarði rétt hjá Grand Canyon, og gista þar hjá og halda svo áfram til Toronto. Toronto er víst afar svalur og jafnframt fjölskylduvænn og yndislegur staður. Hlakka til. Allt er voðalega yndislega gaman.
mánudagur, ágúst 08, 2011
Fór til Woodstock. Fékk smá gæsahúð þegar ég rölti um bæinn og það var verið að spila góða tónlist alls staðar, og fólk að spila á trommur í miðbænum (allir velkomnir að koma með sína trommu og taka þátt), og góð stemmning og gott veður, og brosandi fólk. Það var vissulega mikill túrismi þarna, og þau gera alveg út á að vera tónlistarbærinn woodstock, en hey, hversu kúl er allavega sá túrismi? Það er alveg gjörsamlega miklu skemmtilegra en "lundabúðirnar" sem finnast um alla reykjavík eins og stendur. Woodstock er kúl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)