Leita í þessu bloggi

mánudagur, ágúst 29, 2011

Það er ekki laust við að það sé bara stórfínt að vera komin heim á Bergstaðastræti. Ferðabakterían mín er svo sannarlega fullnægð og til í að leggjast í dvala fram á næsta ár. Þar er þó ekki þar með sagt að ég leggist í neinn dvala, enda er mastersvörn á dagskrá einhvern tíma á næstunni, spilerí m. Hellvar á föstudaginn 2. sept í keflavík,Ljósanótt í kef. allan laugardaginn 3. sept, með tilheyrandi tækjum og blöðrum og kandíflosi og yndislegum Óliver sem geislar í mannfjölda eins og móðir sín. Svo er það að kynna plötu eins og maníusjúklingur, plötuna "Stop that noise" sem gæti rétt eins dottið inn í lok þessarar viku, ef vindar eru hagstæðir. Annars er það næsta vika. Við þurfum að koma henni að, og ef einhver sem les þetta telur sig geta hjálpað til með það, með einum eða öðrum hætti, þá er það vel þegið. Hellvar spilar í öllum stærri og minni samkundum, rafmagnað eða órafmagnað, og getum jafnvel verið með töfrabrögð milli laga ef farið er fram á. Jájá, ókey, það þarf að kynna þennan disk og hljómsveitina Hellvar, svoleiðis er það bara. Svo er ég líklega að fá fína vinnu í nokkra tíma á dag, meira um það síðar, er það skýrist. Svakalega er margt að gerast og til að toppa allt, yndislegt hjól mitt sem beið þolinmótt eftir mér á meðan ég var í BNA að spila, er viljugt til hjólatúra og geislar af gleði, enda hef ég hjólað eitthvað alla daga nema einn, eftir að ég kom heim.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hvernig getur Hellvar spilað án bazzaleikara?
En ég verð með þér/ykkur í (vín)anda á Ljósroksnótt.

Albert S.

Heiða sagði...

Sverrir tekur ljósanótt og er hér í sept. ef á þarf að halda. við þurfum klárlega að finna bassaleikara asap. einhvern sem getur lært 12-14 lög á mánuði...

Nafnlaus sagði...

Jeg skil, en hver sér um töfrabrögðin? Ég kann bara að láta hluti birtast, en ekki hverfa ..svona svipað og trúarbrögð, þau virðast aldregi hverfa :)

Albert Xpert

Heiða sagði...

Ég hef séð þið láta drykki hverfa...

Nafnlaus sagði...

Ja, svo birtist hann aftur í klósettskálinni, vín í vatn ..talandi um trúarbragð.. :)
Kannski læt ég eitthvað ljósbirtast á Ljósanótt.

Albert ljósbirtingur