Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, september 06, 2011

Ég er með aulahæl, (þann vinstri) sem er dofinn og leiðinlegur, alveg síðan ég missteig mig og tognaði í lok febrúar 2011. Var búin að gleyma að það var nokkurn tímann eitthvað að meðan ég var í hitanum í útlandinu, það hefur greinilega góð áhrif á aulahæla að vera í hita, en nú er konstant verkur og mér líður eins og gamalli konu, fyrir utan auðvitað að vera alltaf í rokkstuði og líta út eins og unglingur ;-). En hællinn, hann er dofinn og aumur, og þrátt fyrir að reyna að maka "sore no more" á hann áður en ég fer að sofa, er mér bara alveg hreint ótrúlega íllt. Nú spyr ég lesendur mína: Hvað er til ráða til að lækna hælaverk og doða? Ég er alltaf í gufu og heitum böðum þannig að þetta er ekki skortur á dúlleríi við fætur mínar. Ég geng líka í prýðis-skóm (converse nýjum, eða dr. martens, til skiptis) þannig að ekki er um að kenna lélegu skótaui. Fótaverkjatengd ráð óskast!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, ég mæli með hlýjum stuðningssokkum, sem bæði halda góðum hita á fætinum og styðja með einhverskonar teygju. Það er þó erfitt að finna rétta leistann, þeir eiga ekki þrengja of mikið að.

Sjálfur nota ég teygjubindi til að styðja við bólgna ökklann minn þegar mér er illt í gamla brotinu. Það er smá sárabót.

Albert S.