Leita í þessu bloggi

sunnudagur, september 25, 2011

Það er gott að sofa, gott að lesa, gott að drekka te í eldhúsi og spjalla við foreldra, gott að vera einn og hugsa og gera sudoku-þrautir. Þetta hef ég gert í rúmlega hálfan sólarhring. Fer bráðum út að viðra mig. Ætla að labba eða hjóla í sund og gufu. Vona að pabbi láni mér hjólið, þá get ég koverað stærra svæði. Kaffi er gott líka, búin að fá svoleiðis. Tímaleysi í foreldrahúsi, og fyndið, mér finnst eins og þessi sunnudagur sé laugardagur. Þá verður nú gaman á morgun þegar mér finnst eins og dagurinn í dag sé dagurinn í gær!

Engin ummæli: