Leita í þessu bloggi

laugardagur, september 24, 2011

Google maps segja að það séu 13.7 kílómetrar út á álftanes og ég hjólaði fram og til baka í gær. Það eru því 27.4 kílómetrar. Ótrúlegt veður og hjólastígar alla leið. Fór meira að segja sitthvoru megin við umferðargötuna hvora leið, og þekki því núna fullt af fallegum litlum útivistasvæðum í kópavogi og garðabæ. Það er lúxus að hjóla og maður gerir sér svo mikið grein fyrir því að það er leiðin en ekki áfangastaðurinn sem skiptir máli. Farin í sund og gufu til að reyna að mýkja aðeins lík-amann. Svaf í 11 tíma í nótt, frá korter í ellefu til korter í tíu. Það var NÆÆÆÆÆÆÆÆÆS! Framundan: Æf með Hellvar, og á morgun annað Æf með Hellvar, því á miðvikudaginn nk. er þetta:

http://www.facebook.com/event.php?eid=280015998677789

(fyrir óáhugamenn um facebook, eru þetta útgáfutónleikar Hellvar á Gauki á Stöng, þann 28. september. Leikin verða lög af nýútkominni plötu, Stop that noise. Hljómsveitin Nolo hitar upp og byrjar leik sinn klukkan 10 um kveldið, en Hellvar tekur svo við. Þá mun eiga sér stað gjörningurinn "bassaleikaraskipti".

Engin ummæli: